Ég þurfti að taka smá hring og sjá hvort það væru norðurljós því það er stjörnubjart. Og ég vildi bara tékka á því. Ef þau hefðu verið þá væri ég ekki hér.
Jónína og Steinn stilla sér upp í gamla læknisbústaðnum sem stendur ofan götu þar sem gamli franski spítalinn stendur nú. Báðar byggingar þjóna sem hótel.
Jónína og Steinn stilla sér upp í gamla læknisbústaðnum sem stendur ofan götu þar sem gamli franski spítalinn stendur nú. Báðar byggingar þjóna sem hótel. — Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson

Á Búðum við Fáskrúðsfjörð hófst verslun upp úr 1880 og blómstraði hún fljótt. Varð það vísir að þéttbýlisstaðnum sem í dag er kenndur við fjörðinn fagra. Og enn eimir eftir af umsvifum verslunarinnar þótt allt sé breytt frá öndverðri 19. öld. Verslun er með allt öðru móti og bæjarbúar sækja t.d. matvöru og annað til heimilisins í nærliggjandi bæjarfélög. Það varð úr eftir að Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hætti hefðbundnum verslunarrekstri.

Kaupfélagið og hugsjónin að baki því lifir hins vegar góðu lífi. Og það er ákveðin þungamiðja í samfélaginu í bænum. Skýrist það af þeirri staðreynd að sjávarútvegsfyrirtækið, Loðnuvinnslan, er að stærstum hluta í eigu félagsins.

Svo víða teygja áhrif félagsins sig að það var undir spjalli blaðamanna Morgunblaðsins við tvo heimamenn sem í ljós kom að þeir eru báðir nátengdir

...