Gleðidagur Stefán Kristjánsson fagnar opnun Grindavíkurbæjar.
Gleðidagur Stefán Kristjánsson fagnar opnun Grindavíkurbæjar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Áhættan hefur verið stórlega ofmetin svo misserum skiptir og við höfum liðið fyrir það. En ég er glaður með þessa opnun og þetta verður góður dagur fyrir Grindavík,“ segir Grindvíkingurinn Stefán Kristjánsson, forstjóri og eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood og fjárbóndi.

Frá og með mánudeginum verður aðgengi að bænum óhindrað en framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa við Grindavík tilkynnti það á upplýsingafundi á miðvikudag.

Stefán hefur þrátt fyrir mörg eldgos og endalausar jarðhræringar reynt eftir fremsta megni að dvelja í húsi sínu í Grindavík, stundað sinn atvinnurekstur og fjárbúskap. Honum hefur þó nokkrum sinnum verið gert að yfirgefa hús sitt.

Hefur aldrei verið nein hætta

„Ég hef meira og minna verið í Grindavík frá því öll

...