Þessi fullkomna vissa um að Flokkurinn hafi rétt fyrir sér virkar óskaplega fráhrindandi. Þess vegna er gott til þess að vita að mjög hefur dregið úr flokkshollustu kjósenda.
Kosningar eru í nánd og ekki blæs byrlega fyrir Sjálfstæðisflokknum og formanni hans. Kosningabarátta er hafin með tilheyrandi látum og hamagangi.
Kosningar eru í nánd og ekki blæs byrlega fyrir Sjálfstæðisflokknum og formanni hans. Kosningabarátta er hafin með tilheyrandi látum og hamagangi. — Morgunblaðið/Hákon

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Um daginn, eftir stjórnarslit, sagði kunningi pistlahöfundar að ekki væri lengur hægt að tala við fólk um pólitík. „Það verða allir svo æstir,“ sagði hann fremur mæddur.

Kunninginn þjáist af þeirri átakafælni sem einkennir suma nútímamenn í of miklum mæli og kýs því að flýja í afstöðuleysið. Næstu vikur ætlar hann að leitast við að ræða ekki stjórnmál við þá sem hugsanlega gætu orðið ósammála honum. Um leið er hann orðinn óöruggur, veit ekki alveg hvað honum sé óhætt að segja við aðra og hvað sé hollast að forðast að segja til að koma ekki öðrum í uppnám. Þetta hefur ekki góð áhrif á sálarlífið. Það getur nefnilega tekið toll af manneskju að vilja vera vinur allra og

...