Það er ábyrgðahluti að sitja í ríkisstjórn Íslands. Á undanförnum árum höfum við í Framsókn einbeitt okkur að því að horfa fram á veginn, vera á skóflunni og vinna vinnuna í þágu íslenskra hagsmuna. Við höfum haldið okkur fyrir utan reglulegt…
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Það er ábyrgðahluti að sitja í ríkisstjórn Íslands. Á undanförnum árum höfum við í Framsókn einbeitt okkur að því að horfa fram á veginn, vera á skóflunni og vinna vinnuna í þágu íslenskra hagsmuna. Við höfum haldið okkur fyrir utan reglulegt hnútukast milli annarra stjórnmálaflokka og reynt að einblína frekar á verkefnin og finna á þeim hagfelldar lausnir fyrir land og þjóð.

Ég er stolt af þeim árangri sem náðst hefur á ýmsum sviðum þjóðlífsins á undanförnum árum. Margt hefur áunnist þótt það séu fjölmörg tækifæri til þess að gera betur. Þannig er gangur lífsins.

Lægri verðbólga og lækkun vaxta eru stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja um þessar mundir. Það voru jákvæð tíðindi þegar Seðlabankinn lækkaði vexti nú í byrjun mánaðar. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Lykilatriði á næstu vikum er að tryggja að atburðarásin á næstunni verði ekki til þess að

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir