Mikey Madison fær góða dóma.
Mikey Madison fær góða dóma. — AFP/Valerie Macon

Spédrama Bandaríska leikkonan Mikey Madison hefur verið að fá glimrandi dóma fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Anora eftir Sean Baker. Þar leikur hún bandarísk-rússneska fatafellu sem ofdekraður sonur óligarka borgar fyrir að vera kærastan sín í viku. „Aha, Pretty Woman,“ hugsið þið nú með ykkur en svo ku ekki vera, hér er víst á ferðinni mun dekkri kómedía með grjóthörðu dramatísku ívafi og mun hraðari framvindu. „Anora er ekkert annað en tær bíósnilld,“ segir gagnrýnandi kvikmyndasíðunnar RogerEbert.com. Madison er þekkt fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttunum Better Things og Tarantino-myndinni Once Upon a Time … in Hollywood.