Jón Gunn­ars­son fyrr­ver­andi ráðherra mætir Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, í póli­t­ísku ein­vígi í nýj­asta þætti Spurs­mála. Er þetta í fyrsta sinn sem þau mæt­ast eft­ir að hún til­kynnti fram­boð sitt, en bæði ætla þau sér annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Krag­an­um. Jón vermdi annað sætið á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi í síðustu kosn­ing­um. Þór­dís Kol­brún var í fyrsta sæti list­ans í Norð­vest­ur en mun nú færa sig um kjördæmi. Jón hyggst ekki gefa sætið eft­ir og kosið verður milli þeirra á kjör­dæm­isþingi sem haldið verður á morgun, sunnu­dag. Einnig mæta Stefán Páls­son, sagn­fræðing­ur og vara­borg­ar­full­trúi Vinstri-grænna, og Sonja Lind Estrajher Eygló­ar­dótt­ir aðstoðarmaður heil­brigðisráðherra í settið til að ræða nýjustu vendingar á vettvangi stjórnmálanna.