Sigurður Þór Þórsson var vistaður á vöggustofu og Silungapolli á sjöunda áratugnum en Sigurður er fæddur árið 1964. Sex mánaða gamall fór hann á vöggustofu á Hlíðarenda og fór á Silungapoll ári síðar
— Morgunblaðið/Karítas

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Sigurður Þór Þórsson var vistaður á vöggustofu og Silungapolli á sjöunda áratugnum en Sigurður er fæddur árið 1964. Sex mánaða gamall fór hann á vöggustofu á Hlíðarenda og fór á Silungapoll ári síðar. Þar var Sigurður þar til hann varð þriggja og hálfs árs. Hann fékk ekki sanngirnisbætur vegna dvalarinnar á Silungapolli þegar þær voru greiddar út á sínum tíma og bíður þess sem verða vill varðandi mögulega bótagreiðslu vegna vöggustofu.

„Ég hafði lokað á þessi mál frá því ég var barn og ég þorði aldrei að spyrja foreldra mína um þetta. Ég hafði bara ekki kjark og getu til þess,“ segir Sigurður en foreldrar hans voru ung að árum þegar hann kom í heiminn. Faðir hans um tvítugt og móðir hans einungis 17 ára. Vegna aðstæðna var farin sú leið að treysta vöggustofunni fyrir drengnum og

...