Það er svo margt skrýtið í þessum heimi. Þið hafið væntanlega tekið eftir því. Eins og til dæmis stafmerki, einkum umhljóð eða umlaut, í nöfnum rokk-, pönk- og málmbanda frá enskumælandi þjóðum sem alla jafna skella ekki punktum, nú eða kommum, hér…
Vince Neil, söngvari Mötley Crüe, á Copenhell í fyrra.
Vince Neil, söngvari Mötley Crüe, á Copenhell í fyrra. — AFP/Helle Arensbak

Það er svo margt skrýtið í þessum heimi. Þið hafið væntanlega tekið eftir því. Eins og til dæmis stafmerki, einkum umhljóð eða umlaut, í nöfnum rokk-, pönk- og málmbanda frá enskumælandi þjóðum sem alla jafna skella ekki punktum, nú eða kommum, hér og þar fyrir ofan stafi í stafrófinu, einkum sérhljóða. Svo rammt kveður að þessu að fyrirbrigðið „metal umlaut“ hefur unnið sér sess en meðal annars má fletta því upp á alfræðiritinu Wikipediu á vefnum, en þar kallast það einnig röck döts, sem er mergjað heiti.

Við erum að tala um bönd eins og Blue Öyster Cult, Queensrÿche, Motörhead, The Accüsed og Mötley Crüe. Flest eiga þessi bönd sameiginlegt að stafmerkin hafa engin áhrif á framburð nafnanna, þetta er einfaldlega bara til skrauts. Nú eða bara hreinlega stælar, svo við tölum nú bara hreint út. En megi maður ekki vera með stæla í rokkinu, hvar má maður það þá?

...