Andleg og líkamleg upplyfting fjölskyldunnar um páska

PÁSKAR eru tími gleðinnar í huga nútíma Íslendinga. Fimm streitulausir frídagar fjölskyldunar til andlegrar og líkamlegrar upplyftingar. Hér verður stiklað á gleðinni.

MATUR: Páskalambinu er slátrað og fæst nú ferskt í búðum. Svínið kemur fast á hæla þess í kjötborðinu. ÍÞRÓTTIR: Skíði og sleðaferðir. Skíðavikan á Ísafirði er víðfrægust, en verið verður á skíðum alls staðar þar sem færi gefst. SÆLGÆTI: Súkkulaði í líki eggja og jafnvel má koma auga á hoppandi súkkulaðikanínu klædda í álbúning. FLUG: Borgar sig að bóka strax en hvorki er flogið á föstudeginum langa né páskadag. KEYRT Í SUMARBÚSTAÐ: Páskar eru ferðahelgi fjölskyldunnar og sumarbústaðaeigendur gleðjast. Hugið að veðri og færð! Hlustið á Útvarp Umferðarráð. Hafið hlýjan fatnað í bílnum, keðjur, skólfu, dráttartaug og varahluti meðferðis. Spennið beltin og slakið á við stýrið. GÖNGUR: Útivist með ferðafélögunum! Gönguferðir og skíðagönguferðir léttar og erfiðar. Dæmi: Snæfell-Lónsöræfi með austurlandsdeild Ferðafélags Íslands. Páskar á Mývatni, páskar á Búðum. Úrvalið er gott. SKEMMTISTAÐIR: Heimilaðar eru almennar skemmtanir um páska en með tímatakmörkunum. MESSUR: Minnst er síðastu kvöldmáltíðarinnar á skírdag, kyrrðin er lofuð á föstudaginn langa og oft eru messur klukkan átta á páskadagsmorgun. BÍÓHÚS: Veisla með nýjum myndum í kvikmyndahúsunum. Annar í páskum er bíódagurinn. NEYÐARÁÆTLUN: Verkfall og gott að fara í skoðunarferðir í hverfinu heima hjá sér. Spila á kvöldin við kertaljós og syngja. Jafnvel óhætt að tala saman.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: