Óhætt að hefja hvalveiðar undir eftirliti

Japanska sendinefndin á fundi hvalveiðiráðsins gengur fram hjá hópi umhverfisverndarsinna …
Japanska sendinefndin á fundi hvalveiðiráðsins gengur fram hjá hópi umhverfisverndarsinna sem mótmæltu hvalveiðum við fundarstaðinn. AP

Japön­um mistókst að fá áheyrn­ar­full­trúa Grænfriðunga úti­lokaða frá árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC) í Adelei­de í morg­un en það var túlkað sem sig­ur fyr­ir málstað Jap­ana er formaður vís­inda­nefnd­ar IWC lýsti því yfir að óhætt væri að hefja hrefnu­veiðar und­ir eft­ir­liti.

Judy Zeh tók undir með Japönum að hrefnustofnar hefðu náð sér og stækkað þann veg að óhætt væri að leyfa veiðar aftur. „Verði hvalveiðar í atvinnuskyni leyfðar aftur samkvæmt endurskoðaðri veiðistjórnun væri hægt að stjórna þeim svo að stofnunum yrði ekki hætta búin," sagði Zeh. Í fréttaskeyti AP-fréttastofunnar segir að ráðið muni ekki greiða atvkæði í þessari viku um hvort leyft verði að hefja hvalveiðar að nýju. Ástralir hyggjast leggja til að Suður-Kyrrahaf verði gert að griðlandi hvala. Nýtur tillagan stuðnings bæði Breta og Bandaríkjamanna en fulltrúar Ástrala viðurkenndu í morgun að hún myndi aldrei ná fram að ganga því hún myndi ekki fá 75% atkvæða eins og tilskilið væri.

Íslend­ing­ar með tvo áheyrn­ar­full­trúa í Adelei­de

Íslendingar eiga tvo áheyrnarfulltrúa á fundi IWC í Adeleide. Fulltrúar stjórnvalda á fundinum eru Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri og Kristín Haraldsdóttir lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu.
mbl.is