Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Kyrrahafi felld

Til­laga um griðasvæði fyr­ir hvali í Suður-Kyrra­hafi náði ekki samþykki á fundi Alþjóða hval­veiðiráðsins (IWC). Þurft hefði 75% at­kvæða full­gildra aðild­ar­ríkja, en þau eru 35 tals­ins, til þess að til­lag­an yrði samþykkt. Átján aðild­ar­ríkj­anna samþykktu til­lög­una en 11 greiddu mót­atkvæði. Fjög­ur ríki sátu hjá.

Japanir börðust gegn samþykkt tillögunnar og við atkvæðagreiðsluna fengu þeir Norðmenn, Dani, Kínverja, Gíneu og sex Karíbahafsríki til liðs við sig. Á fundinum í Adeleide eiga 35 aðildarríki IWC fulltrúa en Gínea bættist í hóp aðildarríkja IWC á fundinum. Sex ríki sem ekki höfðu greitt árstillag sitt til IWC sendu ekki fulltrúa þangað og fulltrúar tveggja ríkja voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Umhverfisráðherra Ástralíu, Robert Hill, sagði að áfram yrði reynt að vinna tillögunni fylgi sér í lagi á fundi ráðsins í London á næsta ári. Ástralir og Nýsjálendingar lögðu fram tillögunna og var hún studd af ríkjum við Suður-Kyrrahaf, Bandaríkjamönnum og Bretum. Tillagan var um griðasvæði sem nær yfir 12 milljónir ferkílómetra í Suður-Kyrrahafi. Þar lifa um nokkrar tegundir hvala, s.s. búrhvalur og hnúfubakur. Andstæðingar tillögunnar, með Japani í broddi fylkingar, segja engin vísindaleg rök styðja tillöguna um griðastaðinn. Fyrr í dag mistókst Japönum á fá ráðið til að afnema núverandi griðasvæði í Suðurhöfum við Suðurskautslandið.
mbl.is