Bandaríkin hefja aðgerðir gegn hvalveiðum Japana

Bill Cl­int­on Banda­ríkja­for­seti gaf yf­ir­lýs­ingu í vik­unni, þar sem hann fel­ur rík­is­stjórn­inni að und­ir­búa refsiaðgerðir gegn Jap­an fyr­ir að brjóta bann Alþjóðahval­veiðiráðsins á veiðum á búr­hval og skorur­eyði. Mar­grét Björg­úlfs­dótt­ir kynnti sér ríkj­andi hvala­vernd­un­ar­sjón­ar­mið í Washingt­on.

Allt frá því að Alþjóðahvalveiðiráðið tók ákvörðun um að banna hvalveiðar árið 1986 hafa Japanar áskilið sér rétt til að stunda veiðar í vísindaskyni. Á þessu ári dró til tíðinda þegar Japanar bættu búrhval og skorureyði við veiðar á hrefnu í vísindaskyni og tilkynntu að þeir ætluðu að leyfa veiðar á 600 hvölum, þar af 440 hrefnum.

Bæði búr­hval­ur og skorur­eyður eru friðaðar í Banda­ríkj­un­um og búr­hval­ur er þar að auki á lista yfir teg­und­ir sem tald­ar eru í út­rým­ing­ar­hættu. Alþjóðahval­veiðiráðið mót­mælti strax þess­ari ákvörðun Jap­ana og banda­rísk yf­ir­völd hafa reynt ít­rekað að telja Japön­um hug­hvarf.

Ef­itr ár­ang­urs­laus­ar for­töl­ur, síðast á fundi ut­an­rík­is­ráðherra land­anna tveggja, Madeleine Al­bright og Yohei Kono, í New York, þann 11. sept­em­ber, tóku banda­rísk stjórn­völd þá ákvörðun að beita Jap­an refsi­á­kvæðum sam­kvæmt heim­ild í banda­rísk­um fisk­vernd­un­ar­lög­um (frá 1967 og 1978). Þar er kveðið á um refsiaðgerðir gegn ríkj­um sem van­v­irða samþykkt­ir Alþjóðahval­veiðiráðsins til vernd­ar hvala­stofn­um. Þessi laga­breyt­ing er al­mennt þekkt und­ir nafn­inu "Pelly Am­end­ment". Sam­kvæmt lög­un­um ber Banda­ríkja­for­seta að skila skýrslu til þings­ins um fyr­ir­hugaðar áætlan­ir inn­an 60 daga frá því að um­rædd ákvörðun er tek­in.

Refsiaðgerðir íhugaðar

Í kjölfar yfirlýsingar Clintons forseta þann 13. september, kynntu Norman Mineta viðskiptaráðherra

Banda­ríkj­anna og John Podesta starfs­manna­stjóri Hvíta húss­ins hugs­an­leg­ar aðgerðir gegn Jap­an. Banda­ríkja­menn eru al­mennt á móti hval­veiðum og full­trú­ar stjórn­valda spöruðu ekki orðin á blaðamanna­fund­in­um. Mineta sagði að hval­veiðar Jap­ana í vís­inda­skyni væru til þess gerðar að sjá veit­inga­stöðum og sæl­kera­búðum fyr­ir eft­ir­sóttu hval­kjöti og að hann óttaðist að þær væru und­an­fari veiða í at­vinnu­skyni. Mineta bætti því við að sam­kvæmt til­lög­um hans hefði Cl­int­on fyr­ir­skipað að Jap­an gæti ekki öðlast rétt­indi til fisk­veiðiheim­ilda inn­an

banda­rískr­ar fisk­veiðilög­sögu. En Banda­ríkja­menn ætla, í fyrsta sinn í ára­tug, að veita er­lend­um skip­um heim­ild til veiða á mak­ríl og síld í haust. Jap­an er því komið í þá stöðu að vera eina landið sem ekki get­ur sótt um slík­an kvóta. Viðkom­andi ráðuneyt­um hef­ur enn­frem­ur verið falið að rann­saka hvernig hugs­an­leg­um refsiaðgerðum, þar með tald­ar viðskiptaþving­an­ir, verði best háttað.

Banda­ríkj­menn hafa tvisvar áður gripið til Pelly laga­ákvæðanna gegn Jap­an, án þess þó að beita landið refsiaðgerðum. Fyrra skiptið var árið 1988, í stjórn­artíð Ronald Reag­ans þegar Jap­an­ar hófu hval­veiðar í vís­inda­skyni og það seinna var 1995, þegar Jap­an­ir bættu við fyr­ir­fram ákveðinn kvóta sinn. Í báðum til­fell­um voru viðskiptaþving­an­ir íhugaðar, en fallið frá þeim áætl­un­um og valið að halda áfram að beita Jap­ana þrýst­ingi til að hætta veiðum. Emb­ætt­is­menn leggja áherslu á að nú sé full al­vara á bak við ákvörðun­ina. Podesta sagði á fund­in­um að þó sam­skipti Banda­ríkj­anna við Jap­an væru áfram mik­il­væg, hefðu banda­rísk stjórn­völd "tekið þessa ákvörðun af fullri al­vöru og að vand­lega íhuguðu máli".

Þrýst­ing­ur úr mörg­um átt­um

Háttsettur bandarískur embættismaður sagði í samtali við Morgunblaðið að Bandaríkin nytu stuðnings fjölmargra erlendra ríkja í þessu máli. Hann benti á að Alþjóðahvalveiðiráðið hefði strax mótmælt fyrirhuguðum veiðum í júlí og að í ágúst hefðu 15 sendiherrar erlendra ríkja í Japan, Bandaríkin þar með talin, með Írland í fararbroddi opinberlega mótmælt veiðunum. Áður hafði Clinton tekið höndum saman við forsætisráðherra Bretlands og Nýja-Sjálands í mótmælaskyni og að loknum G-8 leiðtogafundinum í Okinawa í júlí sendi Bandaríkjaforseti skilaboð til Yoshiro Mori forsætisráðherra Japans þar sem hann hvatti hann til að láta af fyrirhuguðum veiðum.

Aðspurður um tíma­setn­ingu yf­ir­lýs­ing­ar Cl­int­ons (kosn­ing­ar eru í nánd og hus­an­lega gæti málið hjálpað Al Gore vara­for­seta og for­setafram­bjóðanda Demó­krata­flokks­ins) sagði heim­ild­armaður Morg­un­blaðsins að þetta ferli hefði haf­ist fyr­ir mörg­um mánuðum síðan og að stjórn­völd hefðu þrýst á Jap­an að hætta við fyr­ir­hugaðar veiðar með ýmsu móti. Banda­ríkja­menn hafa þegar afboðað þátt­töku í tveim­ur um­hverf­is­vernd­ar­fund­um í Jap­an og af­lýst ár­leg­um fisk­veiðisam­ráðsfund­um land­anna tveggja. Þar að auki hafa banda­rísk stjórn­völd lýst sig mót­fall­in því að Jap­an verði gest­gjafi fund­ar Alþjóðahval­veiðiráðsins í janú­ar á næsta ári. Emb­ætt­ismaður­inn ít­rekaði einnig að aðgerðirn­ar nytu stuðnings beggja flokka á Banda­ríkjaþingi. Hann benti á að Jap­an hefði tvisvar áður verið beitt þessu laga­ákvæði; í fyrra skiptið í stjórn­artíð re­públi­kana.

Japönsk stjórn­völd hafa brugðist hart við og hóta að fara með málið fyr­ir Heimsviðskipta­stofn­un­ina (WTO) í Genf, ef Banda­rík­in grípa til ein­hliða viðskiptaþving­ana og segja enn­frem­ur að slíkt muni hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir milli­ríkjaviðskipti þjóðanna. Þó svo að fyr­ir­hugaðar aðgerðir hafi tak­mörkuð áhrif að svo komnu máli, sendi jap­anska sendi­ráðið í Washingt­on út frétta­til­kynn­ingu í gær, þar sem Jap­an­ar segj­ast ætla að bregðast við alþjóðleg­um mót­mæl­um og tak­marka hval­veiðar í vís­inda­skyni við 100 hvali í ár. Jap­an­ar hafa þó ekki breytt af­stöðu sinni til Alþjóðahval­veiðiráðsins um að þar séu sjón­ar­mið nátt­úru­vernd­arsinna ríkj­andi og landa eins og Bret­lands og Banda­ríkj­anna, sem eru mót­fall­in öll­um hval­veiðum, al­gjör­lega óháð því hvort hvala­teg­und­ir séu í út­rým­ing­ar­hættu eður ei.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið, sagðist full­trúi í sendi­ráði Jap­ana harma aðgerðir Banda­ríkja­manna, sem væru byggðar á mis­skiln­ingi. Hann sagði að til hefði staðið að veiða 100 hrefn­ur, 50 skorur­eyðar og 10 búr­hvali í ár, en nú yrði veiðitím­inn stytt­ur og ein­ung­is 100 hval­ir veidd­ir í allt. Jap­an­ar hafa veitt í eig­in fisk­veiðilög­sögu og á alþjóðleg­um hafsvæðum suður af Kamt­sjat­ka. Öll veiðin er nýtt í sam­ræmi við ákv­arðanir Alþjóðahval­veiðiráðsins og seld á markað. Sendi­full­trú­inn vildi koma því á fram­færi að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Alþjóðahval­veiðiráðinu væri hrefnu­stofn­inn 225.000 dýr, búr­hval­ir eru áætlaðir 102.000 og skorur­eyðar 22.000, hér væri því eng­in hætta á ferðum. Jap­an­ar telja enn­frem­ur að at­hæfi Banda­ríkja­stjórn­ar muni ekki hjálpa við lausn máls­ins, til þess þurfi upp­byggi­leg­ar viðræður á opn­um grund­velli.

Hugs­an­leg áhrif á hval­veiðar annarra ríkja

Bandarísk yfirvöld taka það skýrt fram að Bandaríkin hafi ekki í hótunum við Japan, heldur sé ríkisstjórnin að íhuga aðgerðir sem kveðið er á um í bandarískum lögum.

Cl­int­on sagði til að mynda í yf­ir­lýs­ingu sinni að hann "vonaðist til að þau skref sem stig­in eru í dag [13.sept­em­ber] verði til þess að Jap­an end­ur­skoði af­stöðu sína".

Emb­ætt­is­menn segja að á þessu stigi máls­ins sé ótíma­bært að ræða um viðbrögð Heimsviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar og yf­ir­lýs­ing­ar Jap­ana um ólög­mæti hugs­an­legra viðskiptaþving­anna (á grund­velli þess að Banda­rík­in flytji ekki inn hval­kjöt) séu til þess falln­ar að dreifa at­hygli frá kjarna máls­ins. En tals­menn stjórn­ar­inn­ar leggja áherslu á að skila­boðin séu skýr, stjórn­völd munu grípa til aðgerða gegn lönd­um sem brjóta alþjóðleg­ar samþykkt­ir gegn hval­veiðum.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna hef­ur lýst yfir ánægju með ný­leg­ar frétt­ir um að Ísland kunni að sækja um aðild að Alþjóðahval­veiðiráðinu, eft­ir ára­tug­ar fjar­veru. Banda­ríkja­menn hafa enda hvatt Íslend­inga til að taka aft­ur sæti í ráðinu áður en þeir taki end­an­lega ákvörðun um að aflétta bann­inu við hval­veiðum.

Emb­ætt­ismaður ráðuneyt­is­ins staðfesti í sam­tali við Morg­un­blaðið að Banda­rík­in líti svo á að Alþjóðahval­veiðiráðið sé eina alþjóðlega stofn­un­in sem hafi yf­ir­ráð og um­sjón með hval­veiðum. Við þetta er að bæta, að banda­rísk yf­ir­völd ætl­ast til að öll lönd sem séu að íhuga hval­veiðar geri svo inn­an vé­banda ráðsins og þau von­ast til að Íslend­ing­ar muni fara að ráðlegg­ing­um Alþjóðahval­veiðiráðsins ef þeir ætla sér að hefja veiðar á ný.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: