Búrhval og skorureyði landað í Japan

Nisshin Maru lagðist við bryggju í Tókýó í morgun.
Nisshin Maru lagðist við bryggju í Tókýó í morgun. AP

Eitt af hval­veiðiskip­um Jap­ana kom til hafn­ar í dag við mik­inn fögnuð full­trúa stjórn­valda sem kæra sig koll­ótta um gagn­rýni er­lendra ríkja á hval­veiðar Jap­ana í vís­inda­til­gangi. Nis­sin Maru, ásamt öðrum skip­um í hval­veiðiflot­an­um, færði 88 hvali til hafn­ar sem fangaðir og drepn­ir voru í Norðvest­ur-Kyrra­hafi. Í fyrsta skipti í rúm­an ára­tug koma hval­veiðiskip til hafn­ar í Jap­an með fleiri teg­und­ir hvala en hrefnu, því nú hafa bæst við búr­hval­ur og skorur­eyður.

Bann hefur verið lagt við veiðum á tveimur síðastnefndu tegundunum þar sem þær séu í útrýmingarhættu.
mbl.is