Sala á hvalkjöti á Japansmarkað heimiluð

Jap­anska rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að heim­ila sölu á hval­kjöti í þeim til­vik­um þar sem hval­ir veiðast án heim­ild­ar. Þær regl­ur voru sett­ar í júní 1990 að sleppa beri þeim hvöl­um sem fest­ust í net­um við strend­ur lands­ins ná­ist þeir lif­andi en urðaðir ella. Land­búnaðarráðuneyti Jap­ans hyggst aflétta bann­inu í næsta mánuði gegn því skil­yrði að DNA hval­kjöts­ins sé skráð í vís­inda­til­gangi áður en það er selt á markaði.

mbl.is