Japanska ríkisstjórnin hefur ákveðið að heimila sölu á hvalkjöti í þeim tilvikum þar sem hvalir veiðast án heimildar. Þær reglur voru settar í júní 1990 að sleppa beri þeim hvölum sem festust í netum við strendur landsins náist þeir lifandi en urðaðir ella. Landbúnaðarráðuneyti Japans hyggst aflétta banninu í næsta mánuði gegn því skilyrði að DNA hvalkjötsins sé skráð í vísindatilgangi áður en það er selt á markaði.