Ætla að fá Ísland út úr Alþjóða hvalveiðiráðinu

Nokk­ur ríki ætla að beita sér fyr­ir því að Ísland verði rekið úr Alþjóðahval­veiðiráðinu (IWC), að sögn Stef­áns Ásmunds­son­ar, þjóðréttar­fræðings og for­manns ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar á árs­fundi ráðsins sem hefst í Lund­ún­um í fyrra­málið.

Stefán segist hins vegar fullviss um að öll lagaleg rök séu með Íslendingum og að nefndinni verði hleypt inn á fundinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
mbl.is