Nokkur ríki ætla að beita sér fyrir því að Ísland verði rekið úr Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC), að sögn Stefáns Ásmundssonar, þjóðréttarfræðings og formanns íslensku sendinefndarinnar á ársfundi ráðsins sem hefst í Lundúnum í fyrramálið.
Stefán segist hins vegar fullviss um að öll lagaleg rök séu með Íslendingum og að nefndinni verði hleypt inn á fundinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.