Grænfriðungar mótmæla í Ósló

Fulltrúar Norðmanna á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC.
Fulltrúar Norðmanna á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC. AP

Fimm Grænfriðung­ar klifu í dag skrif­stofu­bygg­ingu norska for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins í Ósló til að mót­mæla til­raun­um Norðmanna og Jap­ana til að aflétta hval­veiðibann­inu, seg­ir í frétta­skeyti AP. Þeir hengdu á bygg­ing­una gríðar­stór­an borða sem á var letrað: Hættið að kaupa at­kvæði.

Í frétt AP segir að mótmælin beinist gegn aðstoð Japana við erlend ríki, sem Grænfriðungar segja notaða til að kaupa stuðning í hvalamálinu. Japanir segja hjálpina hins vegar notaða til að kynna sjónarmið Japans í málinu. Mótmælin fóru fram á sama tíma og fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC, hófst í Lundúnum. Alls tóku 15 Grænfriðungar þátt í mótmælunum í Ósló í dag. Jan Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, er í fríi og var ekki á skrifstofu sinni í dag.
mbl.is