Teljum okkur fullgilda aðila

Íslend­ing­ar líta á sig sem full­gilt aðild­ar­ríki og taka þátt í umræðum og at­kvæðagreiðslum á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í London sam­kvæmt því, að sögn Stef­áns Ásmunds­son­ar, þjóðréttar­fræðings og for­manns ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar.

Í gær hafnaði árs­fund­ur­inn með naum­um meiri­hluta aðild Íslands að ráðinu, vegna þess fyr­ir­vara Íslands að það sé ekki samþykkt fyrri ákvörðun ráðsins um að leyfa eng­ar hval­veiðar í hagnaðarskyni. Í kjöl­farið var Íslend­ing­um boðið að vera áheyrn­ar­full­trú­ar án at­kvæðis­rétt­ar. Íslenska sendi­nefnd­in taldi það al­ger­lega óviðun­andi, "því við lít­um á okk­ur sem full­gilda aðila og fjöldi ríkja er sam­mála okk­ur í því", seg­ir Stefán. Í máli hans kem­ur fram að Ísland er ekki lesið upp í nafnakalli í at­kvæðagreiðslum en full­trú­ar Íslands til­kynni áður hvernig þeir ætli að kjósa. "Við tök­um þátt í umræðum og at­kvæðagreiðslum eins og við get­um," seg­ir hann og bæt­ir við að í raun sé haldið tvö­falt bók­hald yfir at­kvæðagreiðslur á fund­in­um. "Ann­ars veg­ar um það sem meir­hlut­inn álít­ur að sé niðurstaðan og hins veg­ar um það sem minni­hlut­inn held­ur að sé niðurstaðan," seg­ir hann.

Að sögn Stef­áns er ástandið á fund­in­um mjög rugl­ings­legt og það geti varla varað lengi. "Við von­um bara að menn leiðrétti þau mis­tök sem þeir hafa gert," seg­ir hann.

Árni M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir að það séu vissu­lega von­brigði með mörg evr­ópsku rík­in að þau skuli vera svo öfga­sinnuð í hval­veiðimál­um að þau láti sig ekki varða rétt og rangt. Hann seg­ir að stuðning­ur Frakk­lands, Sviss og Aust­ur­rík­is hafi komið á óvart en mik­il von­brigði hafi verið að Svíþjóð og Finn­land skyldu snú­ast gegn Íslandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: