IWC hvetur Norðmenn til að hætta hvalveiðum

Fulltrúar Norðmanna á fundinum í Lundúnum.
Fulltrúar Norðmanna á fundinum í Lundúnum. AP

Norðmenn voru hvatt­ir til að hætta hval­veiðum í at­vinnu­skyni á fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins, IWC, í Lund­ún­um í dag en álykt­un þess efn­is var samþykkt með 21 at­kvæði gegn 15. Full­trú­ar Banda­ríkj­anna hafa verið sér­stak­lega harðir gagn­rýn­end­ur Norðmanna á fund­in­um og segja hvala­málið geta skaðað sam­band þjóðanna.

Í ályktuninni er ríkisstjórn Noregs hvött til að hætta nú þegar öllum hvalveiðum í lögsögu sinni. Þá er farið fram á það við ríkisstjórnina að útflutningsleyfi verði ekki gefin út fyrir hvalaafurðir en útflutningurinn varð meðal annars til þess að Bretar bönnuðu Norðmönnum að stunda hvalatalningu lögsögu sinni í júní. Fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum segja þjóð sína hafa verið tilbúna til að líta fram hjá ákvörðun Norðmanna, árið 1993, um að hunsa bann IWC við hvaðveiðum og taka aftur upp hefðbundnar veiðar. En að Norðmenn skyldu halda áfram að flytja hvalaafurðir úr landi segja bandarísku fulltrúarnir ganga of langt og að það muni veikja samband ríkjanna tveggja. „Hótanir um refsiaðgerðir eru uppbyggilegar í umræðu sem þessari. Það er ekki á valdi bandarísku fulltrúanna hér að semja um samband Noregs og Bandaríkjanna," sagði Jan Böhler, talsmaður utanríkisráðuneytins Noregs og benti á að samskipti þjóanna byggðu á breiðum grundvelli. Hann sagði Norðmenn vona að ágreiningur á einu sviði hefði ekki áhrif á sambandið í heild „hvort sem um væri að ræða hvalveiðar eða Kyoto-bókunina." Frá þessu greinir á fréttavef Aftenposten.
mbl.is