Skoða kjörbréf Indlands

Á fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í London var skipuð nefnd til að kanna kjör­bréf Ind­lands og skilaði hún skýrslu um málið í gær­kvöldi, en greint verður frá niður­stöðunni í dag.

Stefán Ásmunds­son, þjóðréttar­fræðing­ur í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu og formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að eng­inn ef­ist um að kjör­bréf Ind­verja séu gild sem slík, en ein­hver vafi leiki á því hvort viðkom­andi menn hafi rétt til að kjósa. Sam­kvæmt regl­um hval­veiðiráðsins get­ur hvert ríki út­nefnt einn aðal­full­trúa og vara­mann fyr­ir hann og aðeins þeir mega kjósa. Stefán seg­ir að málið snú­ist um það hvort Ind­verj­inn, sem kaus á mánu­dag, hafi haft til þess leyfi.

Stefán seg­ir að ekk­ert hafi breyst í stöðu Íslands á fund­in­um. "Við sitj­um sem full­gilt aðild­ar­ríki og tök­um full­an þátt í umræðum en svo er tvö­falt bók­hald yfir at­kvæðagreiðslur." Hann seg­ir að eft­ir hverja at­kvæðagreiðslu geri hann for­mann­in­um grein fyr­ir að láðst hafi að lesa upp Ísland í nafnakall­inu og skýri síðan af­stöðu Íslands til viðkom­andi máls.

Í gær var lögð fram álykt­un þar sem Norðmenn voru gagn­rýnd­ir fyr­ir að stunda hval­veiðar í at­vinnu­skyni þrátt fyr­ir að í gildi sé núll-kvóti, sem þeir eru reynd­ar ekki bundn­ir af. Þeir voru hvatt­ir til að hætta hval­veiðum en Stefán seg­ir að Ísland hafi stutt Norðmenn eins og önn­ur ríki sem hlynnt eru hval­veiðum, enda ekk­ert at­huga­vert við sjálf­bær­ar veiðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: