Ekki greidd atkvæði um að aflétta hvalveiðibanninu

Fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins, IWC, lauk í gær án þess að at­kvæðagreiðsla færi fram um að aflétta banni við hval­veiðum í at­vinnu­skyni, sem verið hef­ur í gildi frá ár­inu 1986.

Fyrir fundinn höfðu þjóðir, sem hlynntar eru hvalveiðum, rætt um að fara fram á atkvæðagreiðslu um málið en hætt var við það í ljósi ónógs stuðnings. Til að aflétta banninu þurfa að þrír fjórðuhlutar ráðsins að vera því samþykkir en í dag er það um helmingur, segir í fréttaskeyti AP.
mbl.is