Er hvalaeldi á Íslandi hugsanlegt?

Hugmyndir eru um að hefja hvalaeldi í Japan og eru …
Hugmyndir eru um að hefja hvalaeldi í Japan og eru vangaveltur um hvort slíkt kæmi til álita hér. mbl.is/Hilmar Bragi

Sér­fræðing­ar Kaupþings fjalla í frétta­bréfi fyr­ir­tæk­is­ins í dag um hug­mynd­ir Jap­ana um að hefja hvala­eldi og velta því fyr­ir sér hvort í slíku kunni að fel­ast tæki­færi fyr­ir Íslend­inga. Þannig væri Hval­fjörður­inn­hugs­an­lega ákjós­an­leg staðsetn­ing fyr­ir hvala­eldi.

Kaupþing vitnar í Morgunpunktum í fréttir breskra fjölmiðla um að sjávarspendýrastofnun Japans, sem hefur umsjón með vísindarannsóknum á hvölum, hafi í hyggju að setja á stofn eldisstöð fyrir hvali nálægt Hirado í Nagasaki héraði. Slík eldisstöð yrði væntanlega aðdráttarafl fyrir ferðamenn ásamt því að tryggja framboð af hvalkjöti. Japanar heimila árlega veiðar á rúmlega 400 hrefnum í vísindaskyni, þrátt fyrir hvalveiðibann Alþjóða hvalveiðiráðsins, og eru afurðirnar seldar til veitingahúsa og á mörkuðum. Skila þessar veiðar um 33 milljóna dala tekjum á ári.
mbl.is