Sérfræðingar Kaupþings fjalla í fréttabréfi fyrirtækisins í dag um hugmyndir Japana um að hefja hvalaeldi og velta því fyrir sér hvort í slíku kunni að felast tækifæri fyrir Íslendinga. Þannig væri Hvalfjörðurinnhugsanlega ákjósanleg staðsetning fyrir hvalaeldi.
Kaupþing vitnar í Morgunpunktum í fréttir breskra fjölmiðla um að sjávarspendýrastofnun Japans, sem hefur umsjón með vísindarannsóknum á hvölum, hafi í hyggju að setja á stofn eldisstöð fyrir hvali nálægt Hirado í Nagasaki héraði. Slík eldisstöð yrði væntanlega aðdráttarafl fyrir ferðamenn ásamt því að tryggja framboð af hvalkjöti. Japanar heimila árlega veiðar á rúmlega 400 hrefnum í vísindaskyni, þrátt fyrir hvalveiðibann Alþjóða hvalveiðiráðsins, og eru afurðirnar seldar til veitingahúsa og á mörkuðum. Skila þessar veiðar um 33 milljóna dala tekjum á ári.