Hvalveiðar stöðvaðar

Al­rík­is­dóm­ari í Banda­ríkj­un­um hef­ur mælt fyr­ir um tíma­bundið bann við að Makah-indí­án­ar á Kyrra­hafs­strönd­inni megi veiða allt að fimm hvali á ári í sam­ræmi við hefðir sín­ar.

Um er að ræða teg­und­ina sand­lægju og telja um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in Dýra­sjóður­inn í New York að stofn­inn sé í hættu. Makah-indí­án­ar minna á samn­ing ætt­bálks­ins við stjórn­völd árið 1855 um rétt­inn til hval­veiða.

Teg­und­in sand­lægja, öðru nafni grá­hval­ur, var árum sam­an tal­in vera í mik­illi hættu eins og fleiri hvala­teg­und­ir en var loks tek­in af alþjóðleg­um lista yfir hvali í út­rým­ing­ar­hættu árið 1996. Makah-indí­án­ar fengu þá leyfi til að veiða fimm hvali á ári. Niðurstaða rann­sókn­ar á veg­um stjórn­valda í fyrra var að veiðarn­ar myndu ekki valda tjóni enda væru um 26.000 dýr í stofn­in­um.

mbl.is