Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur mælt fyrir um tímabundið bann við að Makah-indíánar á Kyrrahafsströndinni megi veiða allt að fimm hvali á ári í samræmi við hefðir sínar.
Um er að ræða tegundina sandlægju og telja umhverfisverndarsamtökin Dýrasjóðurinn í New York að stofninn sé í hættu. Makah-indíánar minna á samning ættbálksins við stjórnvöld árið 1855 um réttinn til hvalveiða.
Tegundin sandlægja, öðru nafni gráhvalur, var árum saman talin vera í mikilli hættu eins og fleiri hvalategundir en var loks tekin af alþjóðlegum lista yfir hvali í útrýmingarhættu árið 1996. Makah-indíánar fengu þá leyfi til að veiða fimm hvali á ári. Niðurstaða rannsóknar á vegum stjórnvalda í fyrra var að veiðarnar myndu ekki valda tjóni enda væru um 26.000 dýr í stofninum.