Japanar ætla að halda áfram hvalveiðum þrátt fyrir mótmæli


mbl.is

Jap­an­ar segj­ast ekki hafa í hyggju að hætta hval­veiðum þrátt fyr­ir að fjöldi þjóða hafi hvatt þá til að hætta vís­inda­veiðum sín­um á hvöl­um. Þeir segj­ast halda fast við vís­inda­veiðar sín­ar og von­ast til að geta aukið veiðarn­ar frek­ar en að draga úr þeim. Árs­fund­ur Alþjóða hval­veiðiráðsins hefst í Jap­an 20. maí.

Banda­rík­in, Ástr­al­ía og fleir þjóðir inn­an Alþjóða hval­veiðiráðsins hafa gagn­rýnt Jap­ana fyr­ir hval­veiðar þeirra í vís­inda­skini. Til þessa hafa Jap­an­ar veitt milli 4-500 hrefn­ur í vís­inda­skyni ár hvert en í fyrra voru einnig veidd­ir 50 búr­hval­ir. Til stend­ur að út­víkka vís­inda­veiðarn­ar og veiða 50 sand­reyðar í Norður-Kyrra­hafi í sum­ar.

Bú­ist er við mikl­um og hörðum umræðum um hval­veiðar Jap­ana á fund­in­um sem fram fer í Shimonoseki, helsta hval­veiðibæ Jap­ana, síðar í þess­um mánuði.

mbl.is