Mikið áróðursstríð er í uppiglingu í Japan í tengslum við ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst í borginni Shimonoseki 20. þessa mánaðar. Andstæðingar hvalveiða hafa þegar látið til sín taka og í vikunni hvöttu fulltrúar 18 þjóða Japana til að hætta vísindaveiðum á hvölum. Japanar hafa hins vegar ekki gefið upp vonina að hvalveiðar verði leyfðar á ný og skref verði stigin á ársfundinum í þá átt. Í morgun gengu stuðningsmenn hvalveiða fylktu liði um stjórnarráðshverfið í Tókýó, höfuðborg Japans og kröfðust þess að hvalveiðar verði leyfðar. Þeir fóru síðan á veitingahús og gæddu sér á hvalkjötsréttum.