Hvalkjötsveisla í Japan

AP

Mikið áróðurs­stríð er í uppigl­ingu í Jap­an í tengsl­um við árs­fund Alþjóðahval­veiðiráðsins sem hefst í borg­inni Shimonoseki 20. þessa mánaðar. And­stæðing­ar hval­veiða hafa þegar látið til sín taka og í vik­unni hvöttu full­trú­ar 18 þjóða Jap­ana til að hætta vís­inda­veiðum á hvöl­um. Jap­an­ar hafa hins veg­ar ekki gefið upp von­ina að hval­veiðar verði leyfðar á ný og skref verði stig­in á árs­fund­in­um í þá átt. Í morg­un gengu stuðnings­menn hval­veiða fylktu liði um stjórn­ar­ráðshverfið í Tókýó, höfuðborg Jap­ans og kröfðust þess að hval­veiðar verði leyfðar. Þeir fóru síðan á veit­inga­hús og gæddu sér á hval­kjöts­rétt­um.

mbl.is