Líkur á afnámi hvalveiðibanns

Jap­an­ir eru sakaðir um að bjóða vanþróuðum ríkj­um þró­un­araðstoð í skipt­um fyr­ir at­kvæði þeirra í Alþjóðahval­veiðiráðinu til að hnekkja banni við hval­veiðum í at­vinnu­skyni. Talið er lík­legt að til­laga um af­nám banns­ins verði samþykkt á árs­fundi ráðsins hefst í Jap­an 20. maí nk.

Smárík­in Græn­höfðaeyj­ar og Benín gengu ný­verið í Alþjóðahval­veiðiráðið, ör­fá­um dög­um eft­ir að jap­ansk­ir ráðamenn höfðu spáð því að banni við hval­veiðum frá ár­inu 1986, yrði hnekkt á árs­fundi ráðsins í Jap­an. Jap­an­ir hafa á und­an­förn­um árum veitt háum fjár­hæðum til þró­un­araðstoðar til smárra og vanþróaðra ríkja, sem sum hver hafa gengið í Alþjóðahval­veiðiráðið og stutt við bakið á þeim þjóðum sem vilja hefja hval­veiðar að nýju. Jap­an­ir hafa bar­ist öt­ul­lega fyr­ir af­námi hval­veiðibanns­ins en ráðið hef­ur til þessa ætíð hafnað til­lög­um þeirra. Nú eru hins­veg­ar tölu­verðar lík­ur á því að bann­inu verði aflétt á fundi ráðsins í Jap­an en alls þarf samþykki ¾ aðild­ar­ríkj­anna til að hnekkja bann­inu. Talið er að 38 þjóðir inn­an Aþjóðahval­veiðiráðsins muni lýsa sig fylgj­andi hval­veiðum á fundi ráðsins í Jap­an en 26 á móti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: