Japanir sakaðir um rangfærslur

Fundarmenn koma til fundarins í Shimonoseki í Japan.
Fundarmenn koma til fundarins í Shimonoseki í Japan. AP

Jap­an­ir voru sakaðir um það á fundi Alþjóða hval­veiðiráðsins í morg­un að nota hval­veiðar í rann­sókn­ar­skyni til að styðja rang­ar full­yrðing­ar um að hvöl­um hafi fjölgað of mikið og að þeir ógni fiski­stofn­um með fiskáti en Rann­sókn­ar­nefnd Alþjóða hval­veiðiráðsins birti í morg­un skýrslu þar sem því er haldið fram að fjöldi hrefna í Suður­skauts­haf­inu sé 312.000 en Jap­an­ir halda því fram að fjöldi þeirra sé 760.000.

"Við biðjum Japani og aðra að hætta að halda fram röngum fullyrðingum," sagði Rolland Schmitt, formaður bandarísku sendinefndarinnar. Þá sagði hann að raunveruleg ástæða minnkandi fiskistofna væri ofveiði en ekki hvalir. Fulltrúar Breta, Nýja Sjálands, Mexíkó og Brasilíu tóku undir orð hans og hvöttu Japani til að hætta hvalveiðum í vísindaskyni. Japanskir ætla að veiða 260 hvali, þar á meðal 50 sandreyði, í norðvestanverðu Kyrrahafi á þessu ári en sandreyðir hafa ekki verið veiddir í 26 ár. 246 hvalir voru veiddir á þessum slóðum á síðustu tveimur árum. Þá veiða Japanir árlega 400 hrefnur í Suðurskautshafinu.
mbl.is