Fyrirvararnir ekki þeir sömu og áður

Árni M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir að út­skýr­ing­ar Bos Fern­holms, for­manns Alþjóðahval­veiðiráðsins, séu frá­leit­ar. "Auðvitað þarf maður­inn ein­hvern veg­inn að rétt­læta fram­göngu sína, en það sem hann seg­ir er rangt," seg­ir Árni.

Fern­holm sagði, í Morg­un­blaðinu í gær, að hið nýja aðild­ar­skjal sem Íslend­ing­ar lögðu fram hafi efn­is­lega falið í sér sömu fyr­ir­vara og áður. Árni seg­ir það vera rangt.

Hann seg­ir að Íslend­ing­ar hafi rétt til að fá inn­göngu í ráðið með fyr­ir­vör­um. "Aðrir hafa gert það. Þessi málsmeðferð í fyrra hafði aldrei verið viðhöfð hjá ráðinu áður og ekki held­ur sú sem við urðum vitni að núna," seg­ir hann.

Fyr­ir­var­ar al­geng­ir

Árni segir að það sé beinlínis algengt að þjóðir fari inn með fyrirvara. "Við höfum gert það annars staðar, án málsmeðferðar sem þessarar, og það hafa aðrar þjóðir gert í þessum samtökum. Flestar þjóðir hafa einhvers konar fyrirvara við stofnsamninga þeirra alþjóðlegu stofnana sem þær eru aðilar að."

Árni seg­ir að ekki sé gert ráð fyr­ir, í samþykkt­um ráðsins, að aðild þjóða að Alþjóðahval­veiðiráðinu sé háð samþykkt aðild­ar­ríkja. "Í flest­um sam­tök­um er því þannig farið. Ef fyr­ir­var­inn er ekki í and­stöðu við yf­ir­lýst mark­mið ráðsins er eng­in ástæða til að fjalla um hann sér­stak­lega. Mark­mið Alþjóðahval­veiðiráðsins er að stuðla að sjálf­bær­um hval­veiðum, ekki að stöðva hval­veiðar. Fyr­ir­var­inn er því ekki í and­stöðu við það og þar af leiðandi var ekki ástæða til þess­ar­ar málsmeðferðar," seg­ir Árni, "auk þess sem fyr­ir­var­inn er ekki við samn­ing­inn sjálf­an, held­ur viðauka."

Ástæðulaust að banna veiðar frum­byggja

Aðspurður segir Árni ástæðulaust hjá ráðinu að endurnýja ekki hvalveiðileyfi til frumbyggjaþjóða í Bandaríkjunum og Rússlandi. "Auðvitað felst tvískinningur í því hjá Bandaríkjamönnum að vilja leyfa þessar veiðar en banna okkar, en þeir sem stunda veiðarnar og stuðningsmenn þeirra eru þó þeir innan Bandaríkjanna sem hafa stutt okkur og skilið málstað okkar. Því finnst mér ástæðulaust að láta óreiðuna innan ráðsins bitna á þeim. Rússar hafa líka stutt okkur mjög vel og enginn tvískinnungur hefur verið fyrir hendi hjá þeim. Ég sé enga ástæðu til að amast við hvalveiðum frumbyggja þeirra, svo lengi sem stofnarnir eru í því ástandi að það sé forsvaranlegt," segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: