Aðildarskjöl Íslands að hvalveiðiráðinu

Vegna ágrein­ings Árna M. Mat­hiesen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, og Bo Fern­holm, for­manns Alþjóðahval­veiðiráðsins, birt­ir Morg­un­blaðið aðild­ar­skjöl Íslands að ráðinu frá því á síðasta ári og á þessu ári.

Í aðild­ar­skjali Íslands árið 2001 seg­ir orðrétt:

"Vér höf­um séð og at­hugað alþjóðasamn­ing um stjórn­un hval­veiða sem gerður var í Washingt­on 2. des­em­ber 1946 og bók­un við samn­ing­inn sem gerð var í Washingt­on 19. nóv­em­ber 1956 og lýs­um hér með yfir því að Ísland ger­ist með skjali þessu aðili að samn­ing­um og bók­un­inni með fyr­ir­vara um e-lið 10. mgr. fylgiskjals­ins með samn­ingn­um. Fyr­ir­var­inn er óaðskilj­an­leg­ur hluti aðild­ar­skjals­ins."

Und­ir aðild­ar­skjalið rita hand­haf­ar for­seta­valds.

Skjalið í ár

Í aðildarskjali Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu árið 2002 segir orðrétt.

"Ég hef séð og at­hugað alþjóðasamn­ing um stjórn­un hval­veiða sem gerður var í Washingt­on 2. des­em­ber 1946 og bók­un við samn­ing­inn sem gerð var í Washingt­on 19. nóv­em­ber 1956 og lýsi hér með yfir því að Ísland ger­ist með skjali þessu aðili að samn­ingn­um og bók­un­inni með fyr­ir­vara um e-lið 10. mgr. fylgiskjals­ins með samn­ingn­um. Fyr­ir­var­inn er óaðskilj­an­leg­ur hluti aðild­ar­skjals­ins.

Þrátt fyr­ir fyrr­greind­an fyr­ir­vara munu ís­lensk stjórn­völd ekki heim­ila ís­lensk­um skip­um að stunda hval­veiðar í at­vinnu­skyni á meðan fram­gang­ur er í samn­ingaviðræðum inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins um end­ur­skoðað stjórn­kerfi. Þetta gild­ir þó ekki ef svo­nefnd­ur núll­kvóti fyr­ir hval­veiðar í at­vinnu­skyni, sem kveðið er á um í e-lið 10. mgr. fylgiskjals­ins, er ekki felld­ur úr gildi inn­an hæfi­legs tíma eft­ir að lokið hef­ur verið við hið end­ur­skoðaða stjórn­kerfi.

Und­ir eng­um kring­um­stæðum verða hval­veiðar í at­vinnu­skyni heim­ilaðar á Íslandi nema á traust­um vís­inda­leg­um grund­velli og und­ir virkri stjórn og eft­ir­liti."

Und­ir aðild­ar­skjalið rit­ar Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: