Átta tonnum af hrefnukjöti og hvalrengi frá Noregi var skipað upp úr Arnarfelli í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Hvalkjötið var lestað um borð í skipið í Noregi sl. föstudag. Jón Gunnarsson, formaður félagsins Sjávarnytja, flytur kjötið inn, en það fer í verslanir en rengið verður súrsað og selt á þorranum. Þetta er í fyrsta sinn í 14 ár sem leyfi fæst til útflutnings á hvalkjöti frá Noregi.