Norska hvalkjötið komið til landsins

Hvalkjötið kom í gámi með skipinu Arnarfelli í dag.
Hvalkjötið kom í gámi með skipinu Arnarfelli í dag. mbl.is/Sverrir

Átta tonn­um af hrefnu­kjöti og hval­rengi frá Nor­egi var skipað upp úr Arn­ar­felli í Sunda­höfn í Reykja­vík í dag. Hval­kjötið var lestað um borð í skipið í Nor­egi sl. föstu­dag. Jón Gunn­ars­son, formaður fé­lags­ins Sjáv­ar­nytja, flyt­ur kjötið inn, en það fer í versl­an­ir en rengið verður súrsað og selt á þorr­an­um. Þetta er í fyrsta sinn í 14 ár sem leyfi fæst til út­flutn­ings á hval­kjöti frá Nor­egi.

mbl.is