Hrefnukjöt kom í verslanir Nóatúns í morgun. Kjötið hefur mælst mjög vel fyrir, að sögn verslunarstjóra Nóatúnsbúðarinnar í Nóatúni. Þar hefur viðskiptavinum verið boðið að smakka grillað og hrátt hrefnukjöt. "Þetta vekur mikla lukku hjá viðskiptavinum. Fólk er að kaupa allt fá einu kílógrammi og upp í tíu. Norska kjötið er óvenju gott," sagði verslunarstjórinn. Hvert kíló af hrefnukjöti er selt á 999 krónur í Nóatúni.