Færeyingar íhuga að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni

Fær­eysk stjórn­völd munu senn taka ákvörðun um það hvort hval­veiðar í at­vinnu­skyni verða hafn­ar að nýju en Fær­ey­ing­ar hafa ekki stundað slík­ar veiðar frá lok­um ní­unda ára­tug­ar­ins, að því er fram kem­ur á frétta­vefn­um Skip.is.

Árlega eru 1000 grind­hval­ir drepn­ir við Fær­eyj­ar en þær veiðar eru ekki bannaðar af Alþjóðahval­veiðiráðinu. Fær­ey­ing­ar líti því ekki á þær veiðar sem veiðar í at­vinnu­skyni enda fari allt kjötið af dýr­un­um til heima­brúks og án gjald­töku. Grind­hvala­stofn­inn sé einnig það sterk­ur að þess­ar veiðar hafi eng­in áhrif á stofn­stærðina.

Með veiðum í at­vinnu­skyni er einkum horft til veiða á hrefnu og að sögn Jörgen Nicla­sen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja er nú aðeins beðið eft­ir niður­stöðum rann­sókna á því hvaða hvala­stofn­ar þoli sjálf­bær­ar veiðar. Lagt verði til að þeir stofn­ar sem þoli veiðar verði nýtt­ir.

Skip.is

mbl.is