Ekki hvalveiðar fyrr en 2006

Árni M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til­kynnti þing­heimi í upp­hafi þing­fund­ar á Alþingi í gær að Íslend­ing­ar hefðu fengið aðild að Alþjóðahval­veiðiráðinu. Sú niðurstaða fékkst á auka­fundi ráðsins í Cambridge í Bretlandi í gær.

Ráðherra sagði að við aðild­ina hefðu Íslend­ing­ar sett fyr­ir­vara við hval­veiðibann hval­veiðiráðsins en jafn­framt skuld­bundið sig til að hefja ekki hval­veiðar í at­vinnu­skyni fyrr en 2006.

"Ég kveð mér hljóðs til að segja hátt­virt­um þing­heimi frá því að Ísland var í dag viður­kennd­ur sem aðili að Alþjóðahval­veiðiráðinu á ný með fyr­ir­vara við bann við hval­veiðum," sagði ráðherra í upp­hafi þing­fund­ar í gær.

Ráðherra sagði að það væri grund­vall­ar­atriði fyr­ir Ísland að vera aðili að Alþjóðahval­veiðiráðinu til að geta hafið hval­veiðar að nýju. "Með því að vera með viður­kennd­an fyr­ir­vara erum við að horfa til lang­tíma hags­muna Íslands í hval­veiðum í at­vinnu­skyni. Hins veg­ar opn­ar aðild­in fyr­ir okk­ur mögu­leika á því að hefja hval­veiðar í vís­inda­skyni sem við höfðum ekki áður en við geng­um inn í Alþjóðahval­veiðaráðið og þar með höf­um við engu fórnað í því að geta hafið hval­veiðar, þetta er spurn­ing um hvers kon­ar hval­veiðar við mun­um hefja."

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Árni Stein­ar Jó­hanns­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar -græns fram­boðs, fögnuðu aðild Íslend­inga að Alþjóðahval­veiðiráðinu en Jó­hann Ársæls­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var ekki sátt­ur við það að Íslend­ing­ar gætu ekki hafið hval­veiðar í at­vinnu­skyni fyrr en árið 2006.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: