Ísland fær aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu

Íslend­ing­ar fengu aðild að Alþjóðahval­veiðiráðinu á auka­fundi ráðsins sem hófst í Cambridge í Englandi í gær.

Boðað var til fund­ar­ins í Englandi til að ræða frum­byggja­kvóta Alaska og Rúss­lands.

Íslensk stjórn­völd ákváðu hins­veg­ar að láta reyna enn á ný á aðild­ar­um­sókn sína að ráðinu, en það hafnaði aðild Íslands á aðal­fundi sín­um í fyrra og aft­ur í ár á þeirri for­sendu að Íslend­ing­ar vildu gera fyr­ir­vara við hval­veiðibannið sem hef­ur verið í gildi frá ár­inu 1986. Íslend­ing­ar gengu úr hval­veiðiráðinu 1992, en í júní 2001 var ákveðið að ganga aft­ur í ráðið með ákveðnum fyr­ir­vara um bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni.

Íslend­ing­ar af­hentu Banda­ríkj­un­um, sem eru vörsluaðili hval­veiðisamn­ings­ins, nýja aðild­ar­um­sókn sl. föstu­dag. Hún var líkt og áður með fyr­ir­vara um bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni. Þó var gerð sú breyt­ing á fyr­ir­var­an­um að Ísland skuld­bind­ur sig til að hefja ekki veiðar í at­vinnu­skyni fyr­ir árið 2006. Þá kveður fyr­ir­var­inn á um að meðan fram­gang­ur er í samn­ingaviðræðum um end­ur­skoðað stjórn­kerfi hval­veiða eft­ir árið 2006, muni Ísland ekki hefja veiðar í at­vinnu­skyni. Sé hins­veg­ar ekki fram­gang­ur í viðræðunum eru Íslend­ing­ar ekki bundn­ir af hval­veiðibann­inu sam­kvæmt fyr­ir­var­an­um. Fyr­ir­var­inn tak­mark­ar hins­veg­ar ekki mögu­leika Íslend­inga á að hefja vís­inda­veiðar.

Deil­ur urðu við upp­haf fund­ar­ins í gær og fóru fram fjöl­marg­ar at­kvæðagreiðslur um hvernig af­greiða ætti ný aðild­ar­skjöl Íslend­inga. Að lok­um lagði Sví­inn Bo Fern­holm, formaður ráðsins, fram til­lögu um að niðurstaða fund­ar­ins í Jap­an frá því í maí yrði staðfest og Ísland hefði þannig aðeins áheyrn­araðild að ráðinu. Til­lag­an var hins­veg­ar felld með 19 at­kvæðum gegn 18. Þau ríki sem greiddu at­kvæði gegn til­lögu for­manns­ins voru Ant­iqua & Barbuda, Benín, Dan­mörk, Dóm­iníka, Finn­land, Grenada, Gín­ea, Ísland, Jap­an, Kína, Nor­eg­ur, Palau, Rúss­land, St. Kitts & Nevis, St. Lusia, Salomon eyj­ar, Suður-Kórea, Svíþjóð og Sviss. Þau ríki sem greiddu at­kvæði með til­lög­unni voru Ástr­al­ía, Aust­ur­ríki, Banda­rík­in, Bras­il­ía, Bret­land, Chile, Frakk­land, Hol­land, Írland, Ítal­ía, Mexí­kó, Mónakó, Nýja Sjá­land, Perú, Portúgal, San Marínó, Spánn, og Þýska­land.

At­hygli vek­ur að Sví­ar greiddu at­kvæði gegn til­lögu for­manns síns. Sví­ar mót­mæltu hins­veg­ar ein­hliða fyr­ir­vara Íslands strax eft­ir at­kvæðagreiðsluna og í kjöl­farið gerðu fjöl­marg­ir and­stæðing­ar hval­veiða slíkt hið sama.

Í sam­ræmi við túlk­un á þjóðarrétti

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, fagnaði mjög niðurstöðu fundarins í gær en sagði að hún þýddi ekki að dregið hefði úr andstöðu við hvalveiðar í heiminum. Hann sagði að skuldbinding Íslendinga um að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006 væri viðleitni til að sýna að Íslendingum væri alvara með því að hefja endurskoðun á stjórnkerfi hvalveiða og gefa þeirri endurskoðun góðan tíma. "En þessi niðurstaða er engu að síður áfangasigur fyrir okkur. Starfsfólk sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hefur unnið mjög gott starf í þessum efnum á undanförnum misserum sem ég er mjög þakklátur fyrir," sagði Árni.

Tóm­as H. Heiðar, þjóðréttar­fræðing­ur ut­an­rík­is­ráðneyt­is­ins, seg­ir málsmeðferð fund­ar­ins í gær í sam­ræmi við túlk­un ís­lenskra stjórn­valda á þjóðarétti. Aðilar ráðsins hafi rétt á að mót­mæla fyr­ir­vara Íslend­inga ein­hliða en ekki með ákvörðun í ráðinu sjálfu, enda sé ráðið ekki bært til að taka slíka ákvörðun. Ein­hliða mót­mæli ein­stakra ríkja við fyr­ir­vara Íslend­inga hafi því ekki áhrif á aðild Íslands. "Við höf­um litið á okk­ur sem aðila að Alþjóðahval­veiðiráðinu frá því að við lögðum um­sókn okk­ar fram fyr­ir aðal­fund ráðsins í London á síðasta ári. Nú hef­ur ráðið form­lega viður­kennt um­sókn okk­ar og önn­ur aðild­ar­ríki verða að sætta sig við hana."

Deilt um frum­byggja­veiðar

Það eru Bandaríkjamenn sem standa að baki boðun aukafundarins í Cambridge, eftir að þeim og Rússum hafði verið neitað um leyfi til hvalveiða frumbyggja á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ætlunin var að veiða um 250 hvali, langmest við Bandaríkin. Innan ráðsins er hópur ríkja, einkum ríkja í Karíbahafinu, sem hyggst leggjast gegn því að úthlutað verði frumbyggjakvóta og telja að ekki eigi að gera greinarmun á frumbyggjaveiðum og veiðum í atvinnuskyni. Tómas segir að Íslendingar muni á fundinum styðja frumbyggjaveiðar í Alaska og Rússlandi, enda hafi þessir aðilar stutt Ísland innan ráðsins. Fleiri hvalveiðiþjóðir muni einnig lýsa yfir stuðningi við frumbyggja á fundinum, meðal annars Norðmenn.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: