Vonar að vísindaveiðar hefjist fyrr en seinna

Alþjóðahval­veiðiráðið samþykkti í gær aðild­ar­um­sókn Íslands að ráðinu á aukaaðal­fundi sem hald­inn er í Englandi. Árni M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir að um áfanga­sig­ur sé að ræða og von­ar að vís­inda­veiðar á hval geti haf­ist hér við land fyrr en seinna.

Nokkuð var tek­ist á um aðild­ar­um­sókn Íslend­inga við upp­haf fund­ar­ins í gær. Formaður ráðsins, Sví­inn Bo Fern­holm, lagði að lok­um fram til­lögu um að niðurstaða aðal­fund­ar­ins frá í maí sl., um að Ísland hefði aðeins áheyrn­araðild að ráðinu, yrði staðfest. Til­lag­an var hins veg­ar felld með eins at­kvæðis mun, 19 at­kvæðum gegn 18, og greiddu Sví­ar m.a. at­kvæði gegn til­lög­unni og þar með for­mann­in­um. Íslend­ing­ar eru þar með full­gild­ir aðilar að ráðinu, með fyr­ir­vara um bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni. Þó skuld­binda Íslend­ing­ar sig til að hefja ekki hval­veiðar í at­vinnu­skyni fyrr en í fyrsta lagi eft­ir árið 2006.

Árni seg­ir það vera grund­vall­ar­atriði að eiga aðild að Alþjóðahval­veiðiráðinu til að geta stundað hval­veiðar á lög­leg­an hátt. "Þetta opn­ar okk­ur leið til að hefja hval­veiðar í vís­inda­skyni. Næsta skref er að gera áætl­un um vís­inda­veiðarn­ar og leggja fyr­ir ráðið, þótt við séum reynd­ar óbund­in af af­stöðu þess," seg­ir Árni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: