Norræn ráðstefna haldin um hvalveiðimál

Frá þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag.

Frá þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag.
mbl.is

Um­hverf­is- og nátt­úru­auðlinda­nefnd Norður­landaráðs hef­ur ákveðið að gang­ast fyr­ir sér­stakri ráðstefnu um hval­veiðimál í fe­brú­ar næst­kom­andi. Þetta kom fram í máli Arn­bjarg­ar Sveins­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Norður­landaráðsþingi í dag.

Arn­björg sagði að skipt­ar skoðanir væru á Norður­lönd­um um rétt­mæti hval­veiða, en að koma yrði umræðunni burt frá þeim skot­grafa­hernaði og æs­ing­um sem hingað til hefðu verið ráðandi.

Hún sagði að sömu grund­vall­ar­viðmið yrðu að gilda um veiðar í sjó eins og á landi, það er að segja að þær skuli leyfa ef þær eru stundaðar á ábyrg­an og sjálf­bær­an hátt. Arn­björg minnti á að á Norður­lönd­um væru til dæm­is stundaðar veiðar á elg­um og dá­dýr­um.

Arn­björg nefndi einnig sam­skipti Rússa og Dana í ræðu sinni og sagði að það væri óþolandi að rúss­neska stjórn­völd beittu Dani þrýst­ingi af þeim sök­um að þeir hafi leyft lög­leg­an póli­tísk­an fund Tjetj­ena í Kaup­manna­höfn.

mbl.is