Japanski hvalveiðiflotinn á heimleið með 440 hrefnur

Jap­anski hval­veiðiflot­inn er á heim­leið en afl­inn er 440 hrefn­ur sem veidd­ust í fimm mánaða vís­inda­leiðangri við suður­skautið, að því er rík­is­stjórn Jap­ans greindi frá í dag. Fimm skip eru í flot­an­um og bú­ist er við að þau komi til heima­hafn­ar í Suður-Jap­an í fyrra­málið. Japönsk yf­ir­völd segja veiðarn­ar hjálpa til við að fækka hvöl­un­um og koma þannig í veg fyr­ir að þeir éti of mikið fiski.

mbl.is