Japanski hvalveiðiflotinn er á heimleið en aflinn er 440 hrefnur sem veiddust í fimm mánaða vísindaleiðangri við suðurskautið, að því er ríkisstjórn Japans greindi frá í dag. Fimm skip eru í flotanum og búist er við að þau komi til heimahafnar í Suður-Japan í fyrramálið. Japönsk yfirvöld segja veiðarnar hjálpa til við að fækka hvölunum og koma þannig í veg fyrir að þeir éti of mikið fiski.