Markmiðið að fá meiri upplýsingar

"Mark­miðið með því að hefja hval­veiðar í vís­inda­skyni er að fá meiri upp­lýs­ing­ar um líf­ríkið í haf­inu og sam­spil dýra­stofna í því. Þegar þær upp­lýs­ing­ar liggja svo fyr­ir, ráða önn­ur sjón­ar­mið því hvort hval­veiðar í at­vinnu­skyni verði hafn­ar á ný," seg­ir Árni M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Árni seg­ir að erfitt sé að segja til um það hvenær þess­ar veiðar í vís­inda­skyni geti hafizt, þótt það komi til greina að upp­haf þeirra verði í ár. Ekki sé hægt að taka ákvörðun fyrr en að lokn­um árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í júní, en að hon­um lokn­um verði hægt að meta stöðuna. Þar muni koma fram viðbrögð aðild­arþjóðanna og geti þau ráðið nokkru um fram­haldið, þótt rétt­ur okk­ar til vís­inda­veiða sé ótví­ræður.

Árni seg­ir enn frem­ur að þegar sé farið að huga að þátt­um eins og hverj­ir veiði hval­inn og hvernig afurðunum verði ráðstafað.

"Ann­ars á þetta allt eft­ir að koma í ljós," seg­ir Árni.

"Það er al­veg ljóst að stjórn­völd þurfa ekk­ert að bíða eft­ir árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins með ákvörðun um vís­inda­veiðar. Þau eru í full­um rétti til þess. Það þjón­ar eng­um til­gangi að leggja fram áætl­un um hval­veiðar í vís­inda­skyni, ætli menn ekki að fram­fylgja henni," seg­ir Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf.

Kristján seg­ir að illa hafi verið staðið að öll­um þess­um mál­um og flestu klúðrað sem hægt hafi verið. Sé stjórn­sýsl­an á Íslandi al­mennt á svipuðum nót­um gefi hann ekki mikið fyr­ir hana.

"Það er hægt að taka ákvörðun um veiðar í vís­inda­skyni strax. Ef hefja á veiðar í sum­ar verður að gera það, því það tek­ur nokkra mánuði að gera klárt fyr­ir veiðarn­ar. Það er líka ljóst að veiðar í vís­inda­skyni mega eng­an hagnað gefa. Það ligg­ur ekki held­ur enn fyr­ir hvernig á að kosta þess­ar veiðar og það þarf að vera klárt áður en haldið verður af stað."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: