Nýsjálendingar leggjast gegn aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu

mbl.is/Reynir

Ný­sjá­lend­ing­ar segj­ast ætla að leggj­ast form­lega gegn aðild Íslend­inga að Alþjóðahval­veiðiráðinu (IWC) þar sem þeir telji sig með aðild geta hafið hval­veiðar í at­vinnu­skyni á ný.

Íslend­ing­ar sögðu sig úr IWC árið 1992 en til­kynntu þátt­töku í ráðinu á ný í fyrra og lýstu fyr­ir­vara við bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni.

Phil Goff ut­an­rík­is­ráðherra Nýja Sjá­lands og Chris Cart­er um­hverf­is­málaráðherra segja að með því kjósi Íslend­ing­ar að hafa op­inn þann kost að hefja hval­veiðar sem aðilar að IWC.

„Nýja Sjá­land er afar and­vígt fyr­ir­vör­um Íslend­inga og það höf­um við form­lega til­kynnt IWC," sögðu ráðherr­arn­ir í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu. „Lög­fræðileg niðurstaða er að fyr­ir­var­inn er ólög­mæt­ur sam­kvæmt stofn­skrá IWC og upp­fyll­ir held­ur ekki þau skil­yrði alþjóðarétt­ar að fyr­ir­vari verði að vera sam­rýman­leg­ur mark­miðum stofn­skrár­inn­ar. Með því að setja þenn­an fyr­ir­vara hafa Íslend­ing­ar og með ótil­hlýðileg­um hætti freistað þess að sniðganga viðtekn­ar aðferðir til að fá breyt­ing­ar á hval­veiðibann­inu," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu ráðherr­anna.

mbl.is