Viðræður um varnarsamning

A. Elizabeth Jones, aðstoðarráðherra í málefnum Evrópu og Asíu í bandaríska utanríkisráðuneytinu, kemur í tveggja daga heimsókn til landsins á morgun og mun þá m.a. ræða við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um bókun um framkvæmd varnarsamningsins. Halldór býst við að formlegar viðræður um bókunina hefjist í kjölfarið.

Með Elizabeth Jones í för verður Ian Brzezinski, sem er varaaðstoðarráðherra í bandaríska varnarmálaráðuneytinu og fjallar um málefni Evrópu og Atlantshafsbandalagsins. Hann er sonur Zbigniew Brzezinski, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna.

Halldór segir alveg skýrt að íslensk stjórnvöld telji að núverandi viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli sé lágmarksviðbúnaður og að Ísland þurfi lágmarksloftvarnir eins og öll önnur Evrópulönd. Í gegnum tíðina hafi Bandaríkjamenn haft ýmsar hugmyndir um aðra útfærslu á vörnum landsins en þær aldrei komist til framkvæmda og íslensk stjórnvöld vilji engar meiri háttar breytingar gera á núverandi fyrirkomulagi. "Hins vegar er ljóst að það hafa orðið miklar sviptingar í öryggis- og varnarmálum og í dag eru allt önnur sjónarmið en voru fyrir nokkrum árum. Að sjálfsögðu eru þetta atriði sem við þurfum að fara yfir með Bandaríkjamönnum," segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: