Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst í Berlín á mánudag. Hefur fundurinn vakið talsverða athygli í Þýskalandi, m.a. vegna þess að Íslendingar hafa lagt fram áætlun um vísindaveiðar á hvölum þar sem gert er ráð fyrir að veiða samtals 250 hvali á tveimur árum: 100 hrefnur, 100 langreyðar og 50 sandreyðar. AP fréttastofan segir að skólabörn í Berlín hafi að undanförnu búið til myndir af hvölum sem þau áformi að afhenda í íslenska sendiráðinu í borginni í dag. Á myndinni sjást Paula og Samira, sem báðar eru 13 ára, með kassa með um 3000 myndum af hvölum sem verða afhendar starfsmönnum sendiráðsins.