Skólabörn í Berlín mótmæla hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga

Árs­fund­ur Alþjóða hval­veiðiráðsins hefst í Berlín á mánu­dag. Hef­ur fund­ur­inn vakið tals­verða at­hygli í Þýskalandi, m.a. vegna þess að Íslend­ing­ar hafa lagt fram áætl­un um vís­inda­veiðar á hvöl­um þar sem gert er ráð fyr­ir að veiða sam­tals 250 hvali á tveim­ur árum: 100 hrefn­ur, 100 langreyðar og 50 sand­reyðar. AP frétta­stof­an seg­ir að skóla­börn í Berlín hafi að und­an­förnu búið til mynd­ir af hvöl­um sem þau áformi að af­henda í ís­lenska sendi­ráðinu í borg­inni í dag. Á mynd­inni sjást Paula og Samira, sem báðar eru 13 ára, með kassa með um 3000 mynd­um af hvöl­um sem verða af­hend­ar starfs­mönn­um sendi­ráðsins.

mbl.is