Japanir hóta að ganga út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins

Jap­an­ir hafa hótað að ganga út af fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins ef samþykkt verður að mynda sér­staka friðun­ar­nefnd inn­an þess þegar ráðið kem­ur sam­an í Berlín í næstu viku. Þetta hef­ur Reu­ters eft­ir emb­ætt­is­manni í hval­veiðideild op­in­berr­ar fisk­veiðistofn­un­ar í Jap­an sem seg­ir enn­frem­ur að staða hval­veiðiþjóðanna í ráðinu sé að verða "afar und­ar­leg". Átján þjóðir, m.a. Ástr­al­ía, Bret­land og Þýska­land, hafa tekið hönd­um sam­an um að hafa frum­kvæði að því að auka vægi hvala­vernd­un­ar inn­an ráðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: