Japanir hafa hótað að ganga út af fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins ef samþykkt verður að mynda sérstaka friðunarnefnd innan þess þegar ráðið kemur saman í Berlín í næstu viku. Þetta hefur Reuters eftir embættismanni í hvalveiðideild opinberrar fiskveiðistofnunar í Japan sem segir ennfremur að staða hvalveiðiþjóðanna í ráðinu sé að verða "afar undarleg". Átján þjóðir, m.a. Ástralía, Bretland og Þýskaland, hafa tekið höndum saman um að hafa frumkvæði að því að auka vægi hvalaverndunar innan ráðsins.