Ársfundur hvalveiðiráðsins hafinn

Renate Künast setur ársfund hvalveiðiráðsins í Berlín.
Renate Künast setur ársfund hvalveiðiráðsins í Berlín. AP

Árs­fund­ur Alþjóða hval­veiðiráðsins hófst í Berlín, höfuðborg Þýska­lands, í morg­un. Rena­te Kün­ast, um­hverf­is­ráðherra Þýska­lands, sagði þegar hún setti árs­fund­inn, að þjóðir heims gerðu sér æ bet­ur grein fyr­ir þeim hætt­um sem steðjuðu að hvala­stofn­un­um vegna of­veiði, meng­un­ar og hávaða. „Hval­ir eru gáfaðar og viðkvæm­ar skepn­ur. Okk­ur ber að vernda þá," sagði Kün­ast sem er fé­lagi í flokki Græn­ingja í Þýskalandi.

Talið er að mik­il átök verði á árs­fund­in­um milli hval­veiðiþjóða und­ir for­ustu Jap­ana, Norðmanna og Íslend­inga og þeirra þjóða sem vilja að hval­veiðiráðið breyti um hlut­verk og verði hvalfriðun­ar­ráð. Þýska­land, ásamt 18 öðrum þjóðum, legg­ur fram til­lögu á árs­fund­in­um um að beina starfi ráðsins í þá átt með því að setja á fót sér­staka vernd­un­ar­nefnd inn­an ráðsins og gæti til­lag­an komið til at­kvæða síðar í dag. Í til­lög­unni er m.a. gert ráð fyr­ir að hval­veiðiráðið vinni með dýra­vernd­un­ar­sam­tök­um víða um heim að því að styrkja vernd­un sjáv­ar­spen­dýra­stofna.

Kün­ast sagði í ávarpi sínu að hún vildi sjá hval­veiðiráðið gert ábyrgt fyr­ir vernd­un allra hvala.

Íslend­ing­ar leggja á fund­in­um fram áætl­un um hval­veiðar í vís­inda­skyni. Þar er gert ráð fyr­ir veiðum á 100 hrefn­um, 100 langreyðum og 50 sand­reyðum ár­lega.

Heimasíða Alþjóða hval­veiðiráðsins

Umhverfisverndunarsinnar festu uppblásinn hval við turn á Alexanderstorgi í Berlín …
Um­hverf­is­vernd­un­ar­sinn­ar festu upp­blás­inn hval við turn á Al­ex­and­er­s­torgi í Berlín í gær til að mót­mæla áform­um nokk­urra þjóða um að veiða hvali. AP
mbl.is