„Var erfitt fyrir og verður enn erfiðara nú“

Renate Künast , umhverfisráðherra Þýskalands, setur ársfund hvalveiðiráðsins í Berlín.
Renate Künast , umhverfisráðherra Þýskalands, setur ársfund hvalveiðiráðsins í Berlín. AP

Þetta er fyrst og fremst bak­slag fyr­ir þær til­raun­ir að þoka áfram stjórn­un­ar­ráðstöf­un­um Hval­veiðiráðsins, þannig að ráðið geti farið að stjórna hval­veiðum,“ seg­ir Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, varðandi samþykkt á svo­nefndu Berlín­ar­frum­kvæði sem fel­ur í sér stofnuð verði sér­stök nefnd er fjalli um vernd­un hvala­stofna gegn of­veiði, meng­un, veðurfars­breyt­ing­um o.fl. og sú nefnd starfi með nátt­úru- og dýra­vernd­ar­sam­tök­um.

Stefán seg­ir ótíma­bært að segja að ferlið sé dautt. „En það var erfitt fyr­ir og veður ennþá erfiðara núna, það er ljóst,“ seg­ir Stefán. Jap­anska sendi­nefnd­in gekk af fundi þegar Berlín­ar­á­kvæðið var samþykkt og seg­ist Stefán ekki vita hvort hún muni mæta til fund­ar að nýju í fyrra­málið.

Hann seg­ir þetta mik­il von­brigði fyr­ir Íslend­inga. „Við höf­um sett það á odd­inn í okk­ar starfi í Hval­veiðiráðinu að reyna að þoka þessu ferli með stjórn­un­ar­ráðstaf­an­irn­ar,“ seg­ir Stefán. Hann seg­ir ís­lensku, japönsku og norsku sendi­nefnd­irn­ar ekki hafa ráðið ráðum sín­um varðandi fram­haldið. „Það á eft­ir að koma í ljós hvernig verður tekið á þess­um stjórn­un­ar­ráðstöf­un­ar­mál­um hérna. En við mun­um gera það sem við get­um til að reyna að þoka þeim mál­um áfram.“

Stór­yrði í umræðum
Að sögn frétta­stof­unn­ar AFP voru þing­full­trú­ar stór­yrt­ir í umræðum um til­lög­una. Voru til­lögu­rík­in sökuð um að „ræna" hug­sjón­um hval­vernd­arsinna og nota smán­ar­leg og út­blás­in rök til að afla at­kvæða. Meðal ríkj­anna sem lögðu til­lög­una fram voru Þýska­land, Ástr­al­ía, Finn­land, Bret­land, Frakk­land, Banda­rík­in, Nýja-Sjá­land og Svíþjóð.

Jap­an­ar, Norðmenn og Íslend­ing­ar, hótuðu því í dag að vinna ekki með friðun­ar­nefnd­inni og gera hana þannig óstarf­hæfa. Voru rík­in þá sökuð um að geta ekki tekið ósigri.

Hval­irn­ir ör­ugg­ari nú
Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in In­ternati­onal Fund for Ani­mal Welfare segja, að eft­ir að Berlín­ar­frum­kvæðið hafi verið samþykkt hafi sam­tök­in breyst úr hval­veiðisam­tök í hval­vernd­un­ar­sam­tök. „Hval­ir í út­höf­un­um eru ör­ugg­ari nú en áður, þökk sé þess­ari samþykkt," seg­ir Fred O'Reg­an for­seti sam­tak­anna í til­kynn­ingu.

Til­lag­an, sem bor­in var fram af 19 aðild­ar­ríkj­um hval­veiðiráðsins, var samþykkt með 25 at­kvæðum gegn 20 en eitt ríki sat hjá.

mbl.is