Yfirlýsinga að vænta frá andstæðingum aðildar Íslands að hvalveiðiráðinu

Árs­fund­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins hefst í Berlín í Þýskalandi í dag. Formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, Stefán Ásmunds­son, ger­ir ráð fyr­ir að áætl­un Íslend­inga um vís­inda­veiðar á hvöl­um komi til umræðu á morg­un eða miðviku­dag. Áætl­un­in hef­ur verið kynnt fyr­ir vís­inda­nefnd ráðsins og seg­ir Stefán viðbrögðin hafa verið mis­jöfn, allt eft­ir því hvaða ríki eigi í hlut. Hann býst einnig við yf­ir­lýs­ing­um frá ríkj­um sem and­víg hafa verið aðild Íslands að hval­veiðiráðinu að nýju.

Eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu miðast áætl­un Íslend­inga við að veiða 250 hvali í vís­inda­skyni á tveim­ur árum; 100 hrefn­ur, 100 land­reyðar og 50 sand­reyðar.

Er rætt var við Stefán Ásmunds­son í gær stóð yfir funda­hlé hjá formanna­nefnd ráðsins við und­ir­bún­ing og skipu­lagn­ingu árs­fund­ar­ins, sem á að standa yfir til fimmtu­dags.

Að sögn Stef­áns hef­ur vís­inda­nefnd hval­veiðiráðsins tekið vís­inda­áætl­un Íslend­inga til ræki­legr­ar um­fjöll­un­ar. Mun nefnd­in kynna sína skýrslu fyr­ir ráðinu og í kjöl­farið má vænta umræðna um málið. Stefán seg­ir óform­leg viðbrögð nefnd­ar­manna vera blend­in, sum­ir fagni áætl­un­inni en aðrir ekki, einkum full­trú­ar þeirra ríkja sem al­mennt eru and­víg öll­um hval­veiðum.

Aðspurður um önn­ur mál á árs­fund­in­um sem snerta Ísland seg­ir Stefán að vænta megi yf­ir­lýs­inga frá lönd­um sem al­ger­lega eru and­víg inn­göngu Íslands í hval­veiðiráðið, þ.e. frá Mexí­kó, Ítal­íu og Nýja-Sjálandi. Aðild­in sem slík verði vænt­an­lega ekki jafn fyr­ir­ferðar­mikið mál og á tveim­ur síðustu árs­fund­um.

Með Stefáni er fjöl­menn sendi­nefnd full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, hags­muna­hópa í sjáv­ar­út­vegi, frá Haf­rann­sókna­stofn­un og sendi­ráðinu í Þýskalandi.

Ekki allt leyst með samþykkt veiða

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segist vera rólegur yfir stöðu mála á ársfundinum en búast megi við einhverjum mótmælum, jafn utan fundar sem inni á honum. Ekki séu t.d. forsendur fyrir því að ógilda inngöngu Íslands í ráðið. Frekar megi búast við talsverðum umræðum um vísindaáætlun Íslendinga og afstöðu til hennar frá vísindanefndinni.

Árni seg­ir eng­ar ákv­arðanir verða tekn­ar um hvenær vís­inda­veiðar við Íslands­strend­ur hefj­ist fyrr en að lokn­um árs­fund­in­um þegar viðbrögðin liggja fyr­ir. Efn­is­atriðin skipti máli gagn­vart hval­veiðiráðinu en ekki dag­setn­ing­ar. Þó að veiðarn­ir verði jafn­vel samþykkt­ar sé held­ur ekki allt leyst með því, t.d. séu sölu­horf­ur ekki góðar á heims­markaði með hvala­af­urðir.

Aðspurður hvort mót­mæli ým­issa friðun­ar­sam­taka við fund­arstað muni hafa áhrif á málstað Íslands tel­ur Árni ekki svo vera. Vinnu­brögðin séu hefðbund­in og "frek­ar leiðigjörn". Um at­vinnu­mót­mæl­end­ur sé að ræða sem menn þurfi að lifa við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: