Fundur íslenskra og bandarískra embættismanna um varnarmál hófst í utanríkisráðuneytinu klukkan 9 í dag. Tíu manna hópur Bandaríkjamanna kom þá í ráðuneytið en Marisa Lino, sendiherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu, fer fyrir bandarísku viðræðunefndinni. Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri fer fyrir íslensku viðræðunefndinni.
Lino vildi lítið tjá sig við fréttamenn áður en fundurinn hófst. Þegar hún var spurð hver væru helstu samningsmarkið Bandaríkjamanna sagðist hún vilja ræða það fyrst við íslensku embættismennina.