Alþjóðahvalveiðiráðið - framtíðarhorfur hvala og hvalveiðimanna: Ráðinu hefur enn á ný mistekist að sinna verkefnum sínum

Á ný­af­stöðnum fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins var tek­ist á um mál­efni sem koma til með að móta framtíð hvala og hval­veiðimanna. Auk efn­is­legra umræðna, þ.e. sem varða hval­veiðar, ber mikið á póli­tískri og hug­mynda­fræðilegri umræðu á þess­um vett­vangi, en Berlín­ar­frum­kvæðið margum­rædda sýn­ir ber­lega þann ágrein­ing sem er milli þeirra ríkja, sem vilja vernda hvern ein­asta hval, og hinna, sem vilja vernda hvala­stofna. Í þessu felst, að mínu mati, aðalágrein­ings­efnið, hvort ráðinu beri að vernda hvala­stofna svo að hægt sé að nýta þá eins og aðrar auðlind­ir sjáv­ar­ins eða hvort þess­ar skepn­ur eigi sér sér­stöðu í dýra­heim­in­um og vernda beri hvert ein­asta dýr.

Nær jafn­stór­ir hóp­ar

Þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur kemur berlega fram í atkvæðagreiðslu innan ráðsins. Þegar verið er að greiða atkvæði á þessum fundi skiptir minnstu hvort um er að ræða menn eða málefni, ráðinu er skipt í tvo næstum því jafn stóra hópa og hvorugum verður nokkuð ágengt. Ísland er í hópi þeirra þjóða sem vilja nýta hvali og hvalaafurðir, með Norðmönnum, Japönum og fleirum, en á móti eru þjóðir eins og Ástralía, Nýja Sjáland og Bretland, sem skilgreina sig sem hvalaverndunarsinna, þótt hvalfriðungar séu nær lagi miðað við tillögur þeirra innan ráðsins, nema þegar um frumbyggjaveiðar er að ræða.

Alþjóðahval­veiðiráðið tel­ur nú 51 þjóð, sá nýj­asta - Bel­ize - gekk í ráðið á miðjum fundi miðviku­dag­inn 18. júní, þegar aðild­ar­bréf sem sent var 26. maí barst loks­ins réttri skrif­stofu í ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna. 52. ríkið, Fíla­beins­strönd­in, komst ekki inn í ráðið að þessu sinni, því aðild­ar­bréf þeirra (sem var sent 13. maí) barst ekki í tæka tíð til Banda­ríkj­anna. Þess­ar þjóðir, auk nokk­urra annarra sem talið er lík­legt að muni ganga í ráðið á næst­unni, sátu fund­inn sem áheyrn­araðilar. Í upp­hafi fund­ar tóku nokkr­ar þjóðir sér tíma til þess að mót­mæla aðild Íslands enn á ný, en í allt hafa 18 þjóðir mót­mælt aðild Íslands með fyr­ir­vara gegn hval­veiðum. Með þess­um mót­mæl­um neita viðkom­andi þjóðir ein­ung­is að mynda tví­hliða sam­band við Ísland á þeim vett­vangi sem Alþjóðahval­veiðiráðið er; mót­mæl­in koma ekki í veg fyr­ir að Ísland sé full­gild­ur aðili að ráðinu.

Hafa lítið með hvali að gera

Margar þær þjóðir sem nú eru meðlimir í ráðinu hafa lítið sem ekkert með hvali eða hvalveiðar að gera. Austurríki og Sviss taka mikinn þátt í allri starfsemi ráðsins, en smærri ríki, t.d. Afríkuþjóðir, sem eiga mikið undir sjávarnytjum komið, láta minna fyrir sér fara þótt þær telji þennan vettvang mikilvægan, einmitt vegna þess að hér ber á góma mál, sem gætu komið upp í umræðum um fiskveiðar þegar fram líða stundir.

Þær tóku það því nærri sér þegar vegið var að full­veldi þeirra í dreifi­riti nátt­úrufriðunga á fund­in­um og því haldið þar fram að Jap­an hefði ein­fald­lega keypt þess­ar þjóðir inn í ráðið. Í kjöl­far þeirr­ar umræðu tók eitt viðkom­andi ríkja það fram að Green­peace hefði greitt aðild­ar­gjöld síns lands í upp­hafi og jafn­framt sent full­trúa á fundi ráðsins, stjórn­in hefði ekki einu sinni vitað af aðild sinni fyrr en löngu síðar. Það er þó at­hygl­is­vert, að ríki sem þiggja mikla þró­un­araðstoð frá Jap­an, s.s. Perú og Ind­land, greiða yf­ir­leitt at­kvæði á móti þeim og Mar­okkó, sem er eitt þeirra ríkja sem oft er minnst á í þessu sam­bandi, sit­ur gjarna hjá í at­kvæðagreiðslum. Full­trúi Fíla­beins­strand­ar­inn­ar benti á að það væri Afr­íkuþjóðum hag­stæðara að fylgja stefnu ESB inn­an ráðsins, því þaðan fengju þau mun meiri þró­un­araðstoð en frá Jap­an.

Í kjöl­far þeirra ásak­ana, að þessi ríki væru ein­ung­is hand­bendi Jap­ans í ráðinu var hald­inn fund­ur fasta­full­trúa til ráðsins og var þar samþykkt, að þess­ar ásak­an­ir væru að öllu leyti óviðeig­andi. Full­trú­arn­ir samþykktu ein­róma að krefjast af­sök­un­ar­beiðna frá viðkom­andi aðilum og var þeim bannað að gefa út frek­ari áróður það sem eft­ir var fund­ar.

Bera hag hvala fyr­ir brjósti

Berlínarfrumkvæðið, sem hlotið hefur mesta umræðu af efnisþáttum þessa fundar, var lagt fram af 19 ríkjum, sem segja sig bera hag hvala fyrir brjósti. Það hlaut atkvæði 25 ríkja, en 20 voru á móti (nokkur ríki máttu ekki greiða atkvæði vegna vangoldinna aðildargjalda og eitt sat hjá). Eitt þeirra ríkja sem lagði tillöguna fram hafði þó ekki fyrir því að greiða aðildargjöld sín og gat því ekki greitt atkvæði með tillögunni.

Þá ligg­ur fyr­ir lög­gjaf­arþingi Banda­ríkj­anna til­laga sem, verði hún samþykkt, veit­ir herliði lands­ins und­anþágu frá vernd­ar­lög­gjöf um sjáv­ar­spen­dýr (Mar­ine Mamm­al Protecti­on Act) og gef­ur þeim und­anþágu frá því að gefa upp hversu mörg sjáv­ar­spen­dýr eru drep­in á heræf­ing­um. Til­raun­ir til að fá skoðanir banda­rísku sendi­nefnd­ar­inn­ar á þessu mis­ræmi í stefnu stjórn­ar­inn­ar voru til­gangs­laus­ar, því eng­inn virt­ist nógu hátt sett­ur til að svara spurn­ing­um.

Hluti strikaður út

Upphaflega var í tillögunni um Berlínarfrumkvæðið málsgrein um stofnun á verndunarnefnd innan ráðsins og í þeirri grein var einnig minnst á breytingu á framkvæmdareglum ráðsins. Tillögur um slíkar breytingar þarf að leggja fyrir ráðið a.m.k. 60 dögum áður en á að ræða þær og fyrsta tillaga að frumkvæðinu er dagsett 20. maí 2003.

Dan­mörk hóf máls á þess­um vanda og fékk því fram­gengt að þessi hluti til­lög­unn­ar yrði strikaður út áður en kom til at­kvæðagreiðslu (fasta­full­trúi Dan­merk­ur er ný­kjör­inn formaður ráðsins og formaður RMS-nefnd­ar­inn­ar, svo hon­um hef­ur ef­laust þótt að sér vegið með þess­ari til­lögu), en í þess­um hluta var ein­mitt mælt fyr­ir um fjár­fram­lög til um­ræddr­ar nefnd­ar. Að því er hval­veiðiþjóðum og stuðnings­mönn­um þeirra finnst þarf núna að leggja fram til­lögu um fjár­veit­ing­ar til nefnd­ar­inn­ar, en stuðnings­menn Berlín­ar­á­kvæðis­ins vilja halda fyrsta fund nefnd­ar­inn­ar fyr­ir næsta árs­fund ráðsins, svo hér er enn eitt efnið fyr­ir þessa tvo hópa til að deila um.

Tölvu­póst­ur frá Green­peace

Í umræðu um Berlínarfrumkvæðið tóku hvalfriðunarþjóðirnar oft fram að með þessu frumkvæði væri ekki verið að vega að þeim stjórnunaráætlunum sem eru í vinnslu (þ.e. RMS, Revised Management Scheme), heldur einungis að leggja aukna áherslu á verndun hvalastofna. Fulltrúi innan dönsku sendinefndarinnar sagðist þó hafa séð tölvupóstskeyti frá Greenpeace þar sem skýrt og skilmerkilega var tekið fram að þessi tillaga væri lögð fram sérstaklega til að koma í veg fyrir að RMS yrði nokkurn tímann samþykkt. Á blaðamannafundi á fyrsta degi ráðsins, þar sem tillagan var kynnt, tók fulltrúi Bandaríkjanna líka til máls og sagði að frummælendur tillögunnar vildu að öllum vísindaveiðum yrði hætt og að einungis yrðu framkvæmdar rannsóknir sem ekki yrðu dýrunum að bana. Þá sagði fulltrúi Hollands að stofna ætti eins mörg griðasvæði fyrir hvali og hægt væri og að binda ætti enda á allar hvalveiðar. Það virðist ólíklegt að ríki sem taka svo skilmerkilega fram að þau séu mótfallin öllum hvalveiðum sættist nokkurn tíma á að veita öðrum ríkjum veiðikvóta, sérstaklega þegar ríki á borð við Bretland taka það fram að hvalaskoðanir séu eina þolanlega leiðin til að nýta hvali. Fulltrúi Nýja Sjálands tók undir þetta viðhorf þegar hann sagði að hvalaskoðanir væru hluti af hvalveiðiiðnaðinum, hvalveiðisinnum til mikillar undrunar.

Hér ber þó áhuga­vert mál­efni á góma því skv. þess­um yf­ir­lýs­ing­um, og ef hval­veiðiráðið hef­ur hæfni til þess að fjalla um hvala­skoðanir, ættu öll þau aðild­ar­ríki sem nýta hvali á slík­an hátt að greiða hærri aðild­ar­gjöld. Aðild­ar­gjöld­in eru nú þegar viðkvæmt umræðuefni þar sem þró­un­ar­lönd telja þau vera svo há að þau letji ríki frek­ar en hvetji til að ganga í ráðið.

Griðasvæðum hafnað

Auk Berlínarfrumkvæðisins voru lagðar fram nokkar tillögur á fundinum, sem miða að því að auka verndarráðstafanir fyrir hvali og önnur sjávarspendýr. Sl. þrjú ár hefur t.d. verið lögð fram tillaga um að stofna griðasvæði í Suður-Atlantshafi, en sú tillaga var felld, 24 gegn 19. Svipuð tillaga um griðasvæði í Suður-Kyrrahafi var felld með 24 atkvæðum á móti 17. Þar sem þessar tillögur myndu breyta stjórnunarákvæðum ráðsins þarf ¾ atkvæða til að samþykkja þær. Atkvæðagreiðslurnar vegna griðasvæðanna virðast vera eini efnislegi þátturinn þar sem hvalveiðiþjóðirnar láta skína í tennurnar og neita að láta undan, en það hefur lengi vakið athygli fræðimanna að ekki sé meira gert af því innan ráðsins að neita t.d. Bandaríkjamönnum um kvóta fyrir frumbyggjaveiðar sínar, nema þeir láti undan í öðrum málaflokkum.

Nóg boðið

Í umræðum um griðasvæðatillögurnar var helst eftirtektarvert að fulltrúi Palau, smáríkis í Kyrrahafi, sem sat hljóður lengst af fundarins sá ástæðu til þess að skamma nágranna sína, Nýja Sjáland og Ástralíu, fyrir áreiti og tók það fram að hann myndi ekki sitja hjá í atkvæðagreiðslu um þetta efni. Nágranni hans frá Salómonseyjum sat hins vegar hjá og aðspurðir sögðust þeir líta svo á, að þessi stærri ríki í Kyrrahafi væru að reyna að stjórna þeim minni og að þeim væri nú nóg boðið. Fulltrúi Salómonseyja sagði einnig frá því að þegar þessi sama umræða var í gangi fyrir ári hefði hann neitað Áströlum að greiða með þeim atkvæði. Skömmu síðar fékk hann símbréf frá forsætisráðherra Salómonseyja, þar sem hann var beðinn um að fara að beiðni Ástrala. Nokkrum mínútum síðar birtust Ástralarnir með ljósrit af símbréfinu til að vera vissir um að hann hefði örugglega fengið það, en hann ákvað að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni, það árið og í ár.

Mikið áreiti

Þetta áreiti, sem Palau og Salómonseyjar lýsa, er nokkuð sem ríkin við Karíbahaf hafa lengi kvartað undan og er ein meginástæða þess að þessi ríki studdu tillögu Japans um að atkvæðagreiðslur yrðu leynilegar. Á illa sóttri blaðamannaráðstefnu á þriðjudagsmorgun ræddu fulltrúar Afríkuþjóða svipaðan vanda. Fulltrúi Beníns sagði að ríkisstjórn hans hefði gengið í ráðið til að stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda og fulltrúi Gíneu bætti því við að samtök strandliggjandi Afríkuríkja hefðu það á stefnuskrá sinni að öll Afríkuríki ættu að ganga í alþjóðastofnanir, sem hafa með náttúruauðlindir að gera. Því lýstu þessi ríki undrun sinni og hneykslan á fréttum um að sum ríki væru keypt inn í ráðið og tóku fram að þeim þætti þetta lýsa kynþáttafordómum, þar sem aldrei væri annað eins rætt þegar Evrópuþjóðir sem engra hagsmuna eiga að gæta gerðust aðilar að ráðinu.

Það er ólík­legt að hval­irn­ir sjálf­ir græði nokkuð á því að vernd­un­ar­nefnd sú, sem Berlín­ar­á­kvæðið kveður á um, verði stofnuð, því þeir stofn­ar, sem helst eru í út­rým­ing­ar­hættu, eru oft veidd­ir af frum­byggjaþjóðum og því und­anþegn­ir hval­veiðibann­inu. Þá eru þær hætt­ur, sem steðja að hvöl­um eins og öðrum sjáv­ar­dýr­um, vegna meng­un­ar utan þess efn­is sem ráðið get­ur nokkru ráðið um. Því síður virðist lík­legt að hval­veiðimenn og iðnaður í kring­um veiðarn­ar hagn­ist nokkuð á niður­stöðum ráðsins í ár, því enn hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um út­hlut­un veiðikvóta og ólík­legt að það ger­ist á næst­unni. Alþjóðahval­veiðiráðinu hef­ur því mistek­ist, enn á ný, að sinna verk­efn­um sín­um.

Talsmaður japönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar sagði í sam­tali að til greina kæmi að fara að ráðum Kan­ada­manna frá því 1982 og yf­ir­gefa ráðið en halda áfram að taka þátt í vís­inda­starfi á veg­um þess. Eng­inn talsmaður Jap­ans vildi þó gefa ákveðna yf­ir­lýs­ingu um hvert fram­haldið yrði, en Masayuki Kom­atsu sagði að rík­is­stjórn hans væri að íhuga málið og að það yrði ákveðið á næstu mánuðum. Alþjóðarétt­ur gef­ur þó skýrt til kynna að hval­veiðistjórn­un skuli sinna á alþjóðavett­vangi og því verður áhuga­vert að fylgj­ast með frek­ari þróun þessa máls.

eft­ir Silju Báru Ómars­dótt­ur

Höf­und­ur er doktorsnemi í alþjóðasam­skipt­um við Uni­versity of Sout­hern Cali­fornia í Los Ang­eles og sótti fund Alþjóðahval­veiðiráðsins með styrk úr rann­sókna­sjóði Center for In­ternati­onal Studies við sama há­skóla. Hafa má sam­band við hana í om­ars­dot@usc.edu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: