Ágreiningur um hvalveiðar innan auðlindanefndar Norðurlandaráðs

Um­hverf­is- og nátt­úru­auðlinda­nefnd Norður­landaráðs var ekki sam­mála um yf­ir­lýs­ingu um vernd­un hvala­stofna eða hval­veiðar á fundi sín­um í Hels­inki í gær. Norsk­ir, græn­lensk­ir og ís­lensk­ir stjórn­mála­menn studdu til­lögu um áfram­hald­andi hval­veiðar og gagn­rýndu Alþjóða hval­veiðiráðið, en full­trúi Svía hélt því fram að hval­veiðimálið væri viðkvæmt mál í Svíþjóð.

„Ég varð fyr­ir mikl­um von­brigðum með ákvörðun Alþjóða hval­veiðiráðsins um aukna vernd hvala. Það er ekki leng­ur hægt að taka hval­veiðiráðið al­var­lega þar sem það kem­ur oft­ar og oft­ar fram sem and­mæla- og bar­áttu­stofn­un,“ seg­ir Asmund Kri­stof­fer­sen, formaður Um­hverf­is- og nátt­úru­auðlinda­nefnd­ar Norður­landaráðs.

Hann benti á að nefnd­in hefði staðið fyr­ir nám­stefnu fyr­ir nokkr­um mánuðum síðan, um veiðimenn­ingu og kallað til sér­fræðinga, þar sem nefnd­in hefði komið af stað umræðu milli and­stæðinga og þeirra sem vilja leyfa hval­veiðar.

Alþjóða hval­veiðiráðið ákvað í Berlín í síðustu viku, með 25 at­kvæðum gegn 20, að hval­veiðiráðið yrði vernd­ar­stofn­un fyr­ir hvali og vísaði þar með áætl­un vís­inda­manna um hval­veiðar í framtíðinni á bug.

Um­hverf­is- og nátt­úru­auðlinda­nefnd­in hef­ur hvatt til umræðna, en hval­veiðiráðið heim­il­ar þær ekki leng­ur, sagði Jos­ef Motz­feldt frá Græn­landi á fundi nefnd­ar­inn­ar. Motz­feldt hélt því fram að, að hans mati hefði hval­veiðiráðið misst trú­verðug­leik­ann og væri því ekki leng­ur trygg­ing þess að umræður um hval­veiðar væru mál­efna­leg­ar.

„Ég legg til að við skip­um full­trúa úr nefnd­inni til að fylgj­ast með umræðunum,“ sagði Sig­urður Kári Kristjáns­son á fund­in­um. Hann full­yrti að Alþjóða hval­veiðiráðið væri nú póli­tísk­ara en nokkru sinni fyrr og að það væri nú hreint hval­vernd­ar­ráð.

„Á Íslandi eig­um við erfitt með að skilja að nokk­ur af okk­ar nor­rænu vin­um sé á móti hval­veiðum, andstaðan var okk­ur mik­il von­brigði og hún hafði ekk­ert með sjálf­bæra stjórn­un sjáv­ar­spen­dýra að gera,“ sagði Sig­urður Kári enn­frem­ur. Hann var jafn­framt sam­mála því að ráðið væri nú frem­ur stofn­un til að vernda hvali en til að fjalla um hval­veiðar.

Dan­inn Kristen Tou­borg vonaði að umræðurn­ar myndu halda áfram, en sagði niður­stöðuna vera þá að nefnd­in væri ekki sam­mála um neina stefnu hvað varðar sjálf­bæra stjórn­un sjáv­ar­spen­dýra á Norður­lönd­um. Sví­inn Sinikka Bohlin var fylgj­andi til­lög­unni um full­trúa, en bað um skiln­ing á því að erfitt væri fyr­ir Svíþjóð að styðja hval­veiðar.

Norður­landaráð.

mbl.is