Vilja fund um stöðu varnarliðsins

Oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, Jóhann Geirdal, lagði fram þá tillögu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag, að boðað yrði hið fyrsta til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum ríkisstjórnarinnar.

Var tillagan samþykkt eftir breytingartillögu sem sjálfstæðismenn settu fram þar sem mælst var til þess að hann yrði haldinn "þegar aðstæður leyfa".

Í greinargerð breytingartillögunnar sagði meðal annars: "Eðlilegt er að óska eftir fundi með sveitarstjórnarmönnum á svæðinu þegar tilefni verður til." Ennfremur stóð: "Á þessu stigi breytir fundur sveitarstjórnarmanna um málið engu. Forsvarsmenn Reykjanesbæjar munu áfram fylgjast vel með framvindu mála og í samvinnu við forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti boða til fundar með sveitarstjórnarmönnum þegar samningsatriði hafa skýrst frekar."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: