Utanríkisráðherra bað um trúnað í varnarviðræðum

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segist ekki vilja tjá sig um stöðu viðræðna á milli Bandaríkjanna og Íslands um framkvæmd tvíhliða varnarsamnings ríkjanna. "Nei, ég vil ekki tjá mig um þau mál. Ég hef gert utanríkismálanefnd ítarlega grein fyrir þessu máli en það hafa komið fram margvíslegar getsakir og upplýsingar að undanförnu. Sumt af því er rétt og sumt rangt. Það af því sem rétt er hef ég allt upplýst utanríkismálanefnd um," segir Halldór.

Hann segist hafa beðið nefndina um að halda trúnað í þessu máli og muni ekki rjúfa þann trúnað sjálfur. Aðspurður hvort hann teldi að skort hafi á að slíkur trúnaður hafi verið haldinn af öðrum, segir Halldór: "Já. Það hafa komið fram hlutir sem hafa valdið okkur óþægindum hér í utanríkisráðuneytinu. Því er ekki að neita."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: