Dominion Post í Wellington. „Við viljum taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi ... og við þurfum aðstoð og skilning frá öðrum ríkjum. Í því ljósi er fjárhagsaðstoð mjög góð leið til áhrifa svo þeir geti stutt okkar afstöðu almennt, þar á meðal hvalveiðar," segir sendiherrann.">

Japanar viðurkenna að þeir tengi fjárhagsaðstoð og hvalamál

Sendi­herra Jap­ans á Nýja-Sjálandi viður­kenn­ir í sam­tali við þarlent dag­blað að Jap­an­ar tengi er­lenda fjár­hagsaðstoð við stuðning inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins við hval­veiðar Jap­ana. „Ef við eig­um að geta varið okk­ar af­stöðu verðum við að sann­færa vini okk­ar," seg­ir Masaki Saito við blaðið Dom­ini­on Post í Well­ingt­on. „Við vilj­um taka virk­an þátt í alþjóðlegu sam­starfi ... og við þurf­um aðstoð og skiln­ing frá öðrum ríkj­um. Í því ljósi er fjár­hagsaðstoð mjög góð leið til áhrifa svo þeir geti stutt okk­ar af­stöðu al­mennt, þar á meðal hval­veiðar," seg­ir sendi­herr­ann.

Grænfriðung­ar hafa brugðist hart við. AP frétta­stof­an hef­ur eft­ir grænfriðungn­um Sarah Dut­hie að það komi á óvart að Jap­an­ar skuli viður­kenna það op­in­ber­lega að þeir borgi fyr­ir at­kvæði lít­illa og fá­tækra ríkja í Alþjóðahval­veiðiráðinu. „Ég er undr­andi á að emb­ætt­ismaður skuli segja þetta svo blátt áfram því þetta er ekki viðun­andi aðferð í alþjóðleg­um stjórn­mál­um," sagði hún. „Þetta er ein­fald­lega ekki viðun­andi aðferð til að ráða ör­lög­um hvala­stofna heims­ins," sagði hún

Saito sagði að fjöldi vís­inda­rann­sókna benti til þess að marg­ir hvala­stofn­ar hefðu náð sér það vel að hægt væri að nýta þá og aðeins ætti að friða nokkr­ar hvala­teg­und­ir.

mbl.is